Erlent

Verð á ópíum hækkaði um 133% í Afganistan

Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að verð á ópíum frá Afganistan hækkaði um 133% í verði í fyrra miðað við árið á undan.

Ástæðan fyrir þessari miklu verðhækkun er að stór hluti af uppskerunni árið 2010 eyðilagðist vegna sveppasýkingar. Talið er að ópíumræktendur í Afganistan hafi selt uppskeru sína fyrir um 1,4 milljarða dollara eða 174 milljarða króna á síðasta ári en þessi upphæð samsvarar 9% af landsframleiðslu landsins.

Um 90% af ópíumframleiðslu heimsins kemur frá Afganistan en hagnaðurinn af henni er m.a. notaður til að fjármagna stríðsrekstur Talibana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×