Erlent

Öldruð hjón létust með 12 klukkustunda millibili

Nancy og Richard á sínum yngri árum.
Nancy og Richard á sínum yngri árum.
Eftir að hafa verið gift í 61 ár létust hjón í Bandaríkjunum með 12 klukkutíma millibili. Börn þeirra segja að fráfall þeirra beri vitni um eilífa ást foreldra sinna.

Eftir að hafa hrasað á heimili sínu og eiginkonu sinnar, Nancy, var Richard Trimmer lagður inn á sjúkrahús. Á sunnudaginn var honum síðan tjáð að Nancy hafði látist í svefni.

Tólf klukkustundum síðar lést Richard. Hann hafði barist við krabbamein síðustu ár. Læknar höfðu sagt honum og eiginkonu hans að krabbameinið myndi á endanum sigra. Þegar allt kom til alls var það ekki Richard sem lést á undan, heldur Nancy.

Nancy og Richard.
Tengdadóttir hjónanna sagði The Daily Mail að Nancy hafi ekki liðið vel á heimilinu eftir að Richard slasaðist. Hún sagði að tengdamóðir sín hafi ekki getað ímyndað sér að vera ein og því hafi æðri máttarvöld stigið inn í.

Richard og Nancy eignuðust sex börn. Þau áttu 10 barnabörn og 12 barnabarnabörn.

Eftir að hafa verið tjáð um fráfall eiginkonu sinnar hrakaði Richard mikið og á næstu klukkutímum varð ljóst að hann myndi brátt falla frá. Börn hans voru honum við hlið. Hann bað um vatnsglas og vildi fá að setjast upp. Síðustu orð Richards voru samhengislaus en samkvæmt börnum hans hvíslaði hann út í loftið: „Faðmaðu mig vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×