Erlent

Stálu átján kanínum kvöldið áður en það átti að elda þær

Krúttlegar kanínur.
Krúttlegar kanínur.
Átján kanínum, sem hafði verið stolið kvöldið áður en það átti að slátra þeim og elda, var skilað til eiganda síns í vikunni. Það var kokkur og bóndi í Portland, Oreagon í Bandaríkjunum, sem átti kanínurnar, en hann ætlaði að halda matreiðslunámskeið, þar sem nemendum yrði kennt að slátra, verka og elda kanínur.

Kvöldið áður en námskeiðið átti að fara fram hurfu kanínurnar. Eigandinn sagðist strax standa í þeirri trú að þarna væru dýraverndunarsinnar á ferð.

Hverjir sem þjófarnir eru, þá reyndust þeir ekki óheiðarlegri en svo, að þeir skiluðu kanínunum aftur á föstudaginn. Sautján kanínur fundust. Ein þeirra hefur ekki komið í leitirnar ennþá, það er kanínan Roger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×