Erlent

James Bulger vill hitta Wahlberg

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mark Wahlberg, sem slær um þessar mundir í gegn í myndinni Contraband, áformar að hitta glæpaforingjann James „Whitey" Bulger í fangelsi. Wahlberg sagði í samtali við WAAF útvarpsstöðina í Boston á föstudaginn að Bulger hafi beðið sig um að hitta sig. Hann vissi ekkert um ástæðu þess. „Kannski mun hann gefa mér einkarétt á að segja sögu sina af því að hann veit að við getum gert það betur en nokkur annar," segir Wahlberg í útvarpsviðtalinu.

Bulger var á sínum tíma einn eftirlýstasti glæpamaður Bandaríkjanna, meðal annars grunaður um morð, en hann var gómaður eftir að íslensk kona sagði til hans. Áformaður fundur Bulgers og Wahlbergs hefur sætt mikilli gagnrýni aðstandenda þeirra sem féllu fyrir hendi Bulgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×