Erlent

Fjöldi höfrunga synti á land við Cape Cod

Um 40 höfrungar syntu á land á við Cape Cod í Massachusetts í Bandaríkjunum um síðustu helgina. Meðlimum dýraverndunarsamtaka hefur tekist að að bjarga 19 þeirra og koma þeim aftur á haf út en um 20 hafa drepist.

Katie Moore, sem stjórnar björgunaraðgerðum á staðnum, segir í samtali við CNN að þetta sé aðeins í annað sinn á síðustu 15 árum sem svo margir höfrungar synda á landi í einu við Cape Cod en algengt er að sjá eitt eða tvö dýr í fjörunni á þessum slóðum á tímabilinu frá janúar og fram í apríl.

Ekki er vitað með vissu afhverju höfrungarnir synda á land á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×