Erlent

Aðeins 13% Bandaríkjamanna treysta þingmönnum sínum

Ný skoðanakönnun sýnir að aðeins 13% Bandaríkjamanna bera fullt traust til þingmanna sinna og eru sáttir við störf þeirra en könnunin náði til bæði fulltrúa- og öldungadeildar þingsins.

Um 84% eru hinsvegar ósáttir við störf þingsins og bera lítið eða ekkert traust til þingmanna sinna. Raunar kemur fram að tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum telja að þingmenn standi sig afar illa í starfinu.

Könnunin var birt í Washington Post og þar er leitt líkum að því að hinar miklu deilur og karp á Bandaríkjaþingi í fyrra um mál eins og skuldaþak landsins skýri þessar niðurstöður í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×