Erlent

Svíar slegnir óhug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svíar eru slegnir óhug eftir að sænsk, 38 ára gömul kona og átta mánaða gömul dóttir hennar, fundust látnar í íbúð í bænum Arboga í Svíþjóð í gær. Sænska lögreglan rannsakar málið sem morðmál, en sænskir fjölmiðlar hafa ekkert fengið staðfest um hvernig þeim gæti hafa verið ráðinn bani. Samkvæmt sænska Dagbladet var fannst konan í stofu íbúðarinnar og dóttirin í svefnherberginu. Konan mun hafa verið með áverka á hálsinum og það eru helst þessir áverkar sem fá lögregluna til að gruna að andlát mæðgnanna hafi borið að með saknæmum hætti. Konan hafði búið við heimilisofbeldi og árið 2010 hafði þáverandi unnusti hennar verið dæmdur fyrir ofbeldi gegn henni og að hafa hótað henni lífláti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×