Erlent

Skattamál Romney í sviðsljósinu

Skattamál Mitt Romney hafa verið í sviðsljósinu í prófkjörsbaráttu Repúblikanaflokksins þessa vikuna.

Í ljós hefur komið að Romney borgar minna í skatt en venjulegur launamaður í Bandaríkjunum eða aðeins 15% af tekjum sínum. Romney er hinsvegar vellauðugur og raunar einn auðgasti maðurinn í sögunni sem reynt hefur að ná tilnefningu flokksins sem forsetaefni hans.

Ástæðan fyrir þessum litlu skattgreiðslum Romney er að tekjur hans eru að mestu fjármagnstekjur sem bera mun minni skatta en launatekjur í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×