Erlent

Milljarðamæringur fyrir mistök

Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð.

Eftir kaupin ákvað hann að leggja sig. Hann vaknaði sem milljarðamæringur. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann.

Fimm af miðunum voru keyptir í Noregi og einn í Finnlandi. En það verður að teljast ótrúleg heppni að karlmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann tvisvar. Hann fær því um 1,3 milljarða í sinn hlut, sem verður að teljast ágætis upphæð.

Aldrei nokkurn tímann hefur Norðmaður unnið jafn háa upphæð í Víkingalottói.


Tengdar fréttir

Norðmaður fékk vinning á tvo miða - fær 1,3 milljarða

"Það er sami einstaklingur sem er alltaf með nokkra miða og hann vann í gær,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskra getspá, en ofurtalan kom upp í Víkingalottóinu í gær. Potturinn, sem var tæplega 4 milljarðar íslenskra króna, skiptist á sex miða og fær hver og einn því um 650 milljónir á mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×