Erlent

Norðurpóllinn á þunnum ís

Bráðnun íssins við Norðurpólinn er mun meiri en áður var talið. Ísinn hefur minnkað um allt að 75% á síðastliðnum 100 árum.

Þetta segir Jean-Claude Gascard prófessor við Pierre og Marie Curie háskólann í París en Gascard hefur unnið að stórri rannsókn á vegum Evrópusambandsins um bráðnun íssins við Norðurpólinn.

Gascard segir að fyrir utan að íshellann við pólinn hefur minnkað að flatarmáli megi nefna að þykkt hennar hefur minnkað að meðaltali um tvo til þrjá metra. Þetta þýði að ísmassinn í heild er nú 50 til 75% minni en hann var fyrir um 100 árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×