Erindi og ástæður nýrrar ríkisstjórnar Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. janúar 2012 10:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur tekið til starfa. Samfylkingarfólk harmar brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr ríkisstjórninni, það undirstrikar mikilvægi þess að flokkurinn eigi ötula talsmenn frjálslyndrar atvinnustefnu, lykilþráðar í stefnu flokksins. Árni Páll verður þar áfram. Báðir stjórnarflokkarnir gáfu eftir. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti Samfylkingarfólks, ekki bara þeir, sem sátu flokksstjórnarfund sl. föstudag styður nýja ríkisstjórn. Það er pólitísk staðreynd sem við verðum að horfast í augu við, að breytt ráðherraskipan var forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarsáttmálans: Farsælli niðurstöðu í áratuga deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið, niðurstöðu þar sem saman fara hagsmunir greinarinnar um arðsemi og hagkvæmni, réttlát hlutdeild þjóðarinnar í auðlindinni (auðlindarentunni) og skynsamlegir möguleikar á nýliðun smærri aðila. Ráðherraskiptin eru líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB, sem hægt verði að bera undir þjóðina. Í þriðja lagi að koma í höfn áratuga baráttumáli vinstri manna um eitt atvinnuvegaráðuneyti, þar sem úreltri atvinnuvegaaðgreiningu og sérhagsmunagæslu verði aflétt. Baráttumál sem hefur einmitt strandað á sérhagsmunagæslu. Þessi þrjú lykilverkefni voru vonlítil með óbreyttri ráðherraskipan. Önnur mikilvæg verkefni bíða ríkisstjórnarinnar s.s. rammaáætlun um auðlindanýtingu, tillögur um breytingar á stjórnarskrá og að halda áfram því stóra verkefni að auka enn frekar jöfnuð í íslensku samfélagi, eftir að ójöfnuður hafði hér stöðugt aukist frá árinu 1996, upphafi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fjármálaráðuneyti og velferðarráðuneyti gegna þar lykilhlutverki, auk þess sem ekki má vanmeta hlutverk fjármálaráðuneytis í mótun atvinnustefnu og umgjörðar atvinnulífs. Við munum leggja erindi okkar og árangur fyrir íslensku þjóðina í kosningum vorið 2013. Við gerðum upp við hrunið, komum á efnahagslegum stöðugleika, náðum tökum á ríkisfjármálum, um leið og við stóðum vörð um þá sem minnst hafa og jukum jöfnuð. Við afnámum pólitískar embættaveitingar, eitt ömurlegasta birtingarform spillingar á Íslandi. Við kvíðum ekki dómi íslensku þjóðarinnar ef stjórnarflokkarnir halda áfram á sömu braut.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar