Erlent

Sameinaðist dóttur sinni á ný eftir 77 ára leit

Hin 100 ára gamla Minka Disbrow.
Hin 100 ára gamla Minka Disbrow. mynd/AP
100 ára gömul kona frá Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur lokst haft upp á dóttur sinni sem hún gaf frá sér fyrir 77 árum.

Minka Disbrow eignaðist stúlkubarn árið 1928 eftir að hafa verið nauðgað, þá 17 ára gömul. Í viðtali við AP fréttastofuna sagði Minka að hún hafi ekki haft skilning á því hvað fylgdi móðurhlutverkinu. Hún hafi því ákveðið að gefa stúlkubarnið frá sér.

Disbrow nefndi dóttur sína Betty Jane áður en hún var ættleidd af presti og eiginkonu hans.

Minka sagði að hún hafi elskað barnið mikið og því hafi hún ákveðið að leyfa hjónunum að ættleiða dóttur sína. Á afmælisdögum dóttur sinnar bað hún til guðs um að fá að hitta hana aftur.

Minka ásamt dóttur sinni, Ruth Lee, 28. desember síðastliðinn.mynd/AP
Fyrir stuttu fékk Minka símtal frá manni frá Alabama. Hann reyndist vera Mark Lee, barnabarn Minku. Hann spurði Minku hvort að hún vildi tala við dóttur sína. Dóttir Minku heitir nú Ruth Lee og á sex börn. Ruth hafði leitað móður sinnar í áraraðir.

Stuttu seinna hittust mæðginin í fyrsta sinn 77 ár og Minka fékk að hitta barnabörn sín. Hún sagði að það væri eins og fjölskyldan hefði aldrei tvístrast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×