Erlent

Samsung Galaxy S3 kynntur í febrúar

Samsung Galaxy SII hefur notið gríðarlegra vinsælda.
Samsung Galaxy SII hefur notið gríðarlegra vinsælda. mynd/TechCrunch
Samsung Galaxy S3 verður kynntur í næsta mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður snjallsíminn mun öflugri en fyrri útgáfan og mun skjár símans styðja þrívídd.

Talið er að snjallsíminn verði opinberaður á tæknisýningu í Barselóna í febrúar.

Síminn verður töluvert öflugri en forveri sinn og verður vinnsluminni hans 2GB. Að auki mun síminn hafa AMOLED snertiskjá sem getur spilað myndbönd í háskerpu. Galaxy S3 mun einnig bjóða upp á tengimöguleika fyrir þrívídd.

Forveri snjallsímans, Samsung Galaxy SII, naut mikilla vinsælda og hefur selst í 10 milljón eintökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×