Erlent

Notaði iPad sem vegabréf

Martin Reisch með spjaldtölvuna góðu.
Martin Reisch með spjaldtölvuna góðu. mynd/AP
Kanadískur maður fékk inngöngu í Bandaríkin án þess að sýna vegabréf. Það dugði landamæravörðum að skoða skannaðar myndir af vegabréfinu í iPad spjaldtölvu mannsins.

Martin Reisch segist hafa áttað sig á því að hann hafði gleymt vegabréfinu stuttu áður en hann kom að landamærunum. Hann sagði landamæravörðunum að hann væri að fara með gjafir til vina sinna í Bandaríkjunum og að hann hefði ekki tíma til að ná í vegabréfið.

Reisch ákvað að sýna vörðunum iPad spjaldtölvuna sína en hann geymdi afrit af vegabréfinu í rafræni formi þar. Hann segir að landamæraverðirnir hafi skoðað tölvuna í nokkrar mínútur áður en þeir hleyptu honum inn í Bandaríkin.

Málið hefur vakið talsverða athygli enda er ekki vitað til þess að spjaldtölva hafi áður verið notuð sem vegabréf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×