Erlent

Hugmyndaríkir Finnar rugla áhorfendur í ríminu

Myndband sem tekið var undir ísilögðu stöðuvatni í Finnlandi hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Kafararnir virðast dorga og ganga neðansjávar en þegar tekið er eftir stefnu loftbólanna tekur málið að skýrast.

Myndbandið var tekið við Saarijärvi stöðuvatnið í Finnlandi og birtist á Youtube á mánudaginn. Kafararnir virðast ganga um á botni vatnsins. Þegar þeir hella svo vatni í hjólbörur og skófla ýmsu lauslegu í fötu taka málin að flækjast - vissulega er ekki hægt að hella vatni neðansjávar.

Þegar rýnt er í myndbandið verður síðan ljóst að kafararnir eru á hvolfi og ganga á frosnu yfirborði stöðuvatnsins. Vatnið sem kafararnir hella í hjólbörurnar eru í raun loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×