Erlent

John McCain styður Mitt Romney

John McCain fyrrum forsetaefni Repúblikanaflokksins styður Mitt Romney í baráttu hans við að ná útnefningu flokksins fyrir komandi forsetakosningar í landinu. Gaf McCain yfirlýsingu um það í gærkvöldi.

Næsta prófkjör flokksins verður í New Hampshire í næstu viku. Þar er staða Romney sterk samkvæmt skoðananakönnunum.

Michele Bachmann er hætt við framboð sitt en í staðinn kemur Jon Huntsman inn í hópinn en hann er fyrrum ríkisstjóri Utah. Rick Perry ríkisstjóri Texas ætlar að sleppa New Hampshire en mæta aftur til leiks í prófkjörinu í Suður Karólínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×