Erlent

Flýttu fæðingu svo að dauðvona dóttir fengi að hitta nýbura

Katy ásamt fjölskyldu sinni.
Katy ásamt fjölskyldu sinni. mynd/Daily Mail
Þunguð móðir ákvað að flýta fæðingu barns síns svo að dauðvona dóttir hennar myndi fá tækifæri til að hitta nýjasta meðlim fjölskyldunnar.

Paula Holmes frá Lancanshire á Englandi sagði The Daily Mail að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Eftir að hafa rætt málið við eiginmann sinn bað hún fæðingarlækna um að flýta fæðingunni. Scarlet fæddist þremur vikum fyrir settann tíma og var stuttu seinna komið í faðm systur sinnar.

Katy greindist með illkynja heilaxli fyrir nokkrum mánuðum. Læknar sögðu foreldrum hennar að ómögulegt væri að fjarlægja æxlið og að dóttir þeirra ætti ekki langt eftir ólifað. Paula segir að Katy hafi þó barist af ótrúlegri hörku.

Hún segir að það hafi verið ótrúleg tilfinning að sjá Katy brosa þegar hún fékk að halda á systur sinni í fyrsta sinn.

Katy veit ekki hversu alvarleg veikindi sín eru en foreldrar hennar ákváðu að láta hana ekki vita hverjar lífshorfurnar eru.

Læknarnir hafa þrisvar sagt foreldrum Katy að hennar tími sé kominn en hún hefur ávallt þraukað. Paula og eiginmaður hennar, David Holmes, vonast nú til að ástralskur læknir framkvæmi aðgerð á Katy en hann er þekktur fyrir að taka djarfar læknisfræðilegar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×