Stefnulaust háskólakerfi? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2012 16:15 Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar