Stefnulaust háskólakerfi? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2012 16:15 Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er margt um að vera í Háskóla Íslands. Alþingi hefur samþykkt heimild til hækkunar skrásetningargjalda úr 45.000 kr. í 60.000 kr. og innan veggja skólans eru aðgangstakmarkanir skeggræddar. Hvort tveggja eru tilraunir skólans til að bregðast við allt of litlu fjármagni og reyna eftir bestu getu að gera aðstöðu nemenda sem besta miðað við þann þrönga stakk sem skólanum er sniðinn. Ég stend með háskólanum. Hagur okkar stúdenta er fólginn í því að skólinn sem við hljótum menntun okkar frá sé góður og að á meðan við stundum þar nám sé aðstaðan sem þarf til að þess eins og best verður á kosið. Hækkun skrásetningargjalda mun óneitanlega verða stór biti fyrir marga nemendur. En þegar háskólinn framvísar gögnum sem sýna að hann neyðist til að nýta hluta rekstrarfjár til að mæta kostnaði við skráningu nemenda er erfitt að standa í vegi umræddrar hækkunar. Fjárskorturinn kemur með beinum hætti niður á nemendum og námsgæðum í skólanum. Í ljósi þessa er kominn tími til að yfirvöld geri grein fyrir sínu. Niðurskurður til skólans á sama tíma og leyfð er hækkun skrásetningargjalda lítur í mínum augum einfaldlega út eins og upphaf skólagjalda við Háskóla Íslands. Stúdentar eru látnir mæta niðurskurði. Þótt afmælisgjöf yfirvalda til Háskóla Íslands hafi verið vegleg á enn eftir að standa við gefin loforð og þó svo verði þarf meira til. Gjöfin kann að brúa mikilvægt bil en hún breytir ekki þeirri grundvallarskekkju sem er í fjármögnun íslenskra háskóla. Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum þeim sem stunda nám við skólann. Á sama tíma eru atvinnuleitendur hvattir í nám og skólinn vex ört. Það liggur í augum uppi að þetta mun ekki ganga til lengdar og nú þegar stefnir í að gerðar verði grundvallarbreytingar á inntöku stúdenta í Háskóla Íslands. Því spyr ég – hvers konar háskólakerfi vilja yfirvöld hafa á Íslandi? Nú er rétti tíminn til að móta það til framtíðar og bæta þá galla sem allt of lengi hafa verið á því. Nóg er komið af því að aðeins sé horft fjögur ár fram í tímann, stúdentar kalla eftir framtíðarsýn um fjármögnun og rekstur íslenskra háskóla.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun