Erlent

Bandarísk hjón ákærð fyrir að hafa myrt son sinn

Hjónin hafa lýst yfir sakleysi sínu en þau misstu dóttur sína árið 2003 undir svipuðum kringumstæðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hjónin hafa lýst yfir sakleysi sínu en þau misstu dóttur sína árið 2003 undir svipuðum kringumstæðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Bandarískur áfrýjunarréttur hefur staðfest ákæru á hendur hjónum í Utah en þau eru sökuð um að hafa kæft þriggja mánaða son sinn. Pilturinn lést er hann svaf í rúmi hjónanna.

Þau Trevor Merrill og Echo Nielsen voru ákærð fyrir morð og vítavert gáleysi. Bæði hafa lýst yfir sakleysi sínu.

Atvikið átti sér stað árið 2006 en hjónin sváfu með son sinn, Kayson Merrill, á milli sín. Þegar þau vöknuðu komust þau að því að sonur þeirra andaði ekki. Nokkrum dögum áður hafði læknir varað hjónin við því að sofa með barnið í rúminu.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum en árið 2003 lést nýfædd dóttir hjónanna með svipuðum hætti. Hjónin voru ekki ákærð í því máli en réttarrannsókn leiddi í ljós að dauði stúlkubarnsins hefði verið slys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×