Dögun – Ný dögun Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2012 06:00 Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórnmálaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um pólitík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsutjóni, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórnmálaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun