Da Vinci vann að verkinu í 20 ár og var óklárað þegar hann lést árið 1519. Það ber heitið The Virgin and Child with Saint Anne og er af mörgum talið eitt áhrifamesta listaverk síns tíma.
Listfræðingar hafa unnið að hreinsun málverksins síðustu mánuði og er afraksturinn sagður vera magnaður.

Á sýningunni er rúmlega 130 teikningar og drög að málverkum eftir da Vinci. Vincent Delieuvin, safnvörður í Louvre, telur að sýningin varpi áhugaverðu ljósi á sköpunarferli da Vinci.