Leikkonan Anne Hathaway trúlofaðist leikaranum Adam Shulman í nóvember í fyrra eftir þriggja ára tilhugalíf. Brúðkaupið er á næsta leyti og staðfestir hönnuðurinn Valentino Garavani að Anne muni ganga upp að altarinu í Valentino-kjól.
"Hún er góð vinkona mín. Hún er eins og dóttir mín," segir Valentino.
Anne hefur ekki viljað tjá sig mikið um brúðkaupið en það verður væntanlega stórfenglegt eins og flest brúðkaup í Hollywood.
