Kaliforníubúar munu kjósa um hvort afnema eigi dauðarefsingu í ríkinu eða ekki samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust.
Þeim sem vilja afnema dauðarefsinguna tókst að safna nægilega mörgum undirskriftum til að koma henni á kjörseðilinn.
Nú eru 725 fangar á svokölluðum dauðagöngum í fangelsum í Kaliforníu og bíða aftöku. Fari svo að afnám dauðarefsingar verði samþykkt munu þessir fangar halda lífi sínu.
Alls hafa 17 af 50 ríkjum í Bandaríkjunum afnumið dauðarefsinguna frá því að henni var komið á að nýju í landinu árið 1978.
Kosið um afnám dauðarefsingar í Kaliforníu
