Erlent

Jörðin gleypti hana

Skólastúlka átti sér einskis ills von þar sem hún var á göngu í Norður Kína á dögunum en eins og meðfylgjandi myndband sýnir er eins og jörðin hafi gleypt hana. Gangstéttin brotnaði undan henni og hún féll niður í sex metra djúpa holu.

Það varð henni til happs að leigubílstjóri ók framhjá og sá stúlkuna hverfa undir yfirborð jarðar. Hann fór á eftir stúlkunni ofan í holuna og huggað hana uns slökkviliðsmenn komu þeim til bjargar.

Hér má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×