Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Luton

mynd/AFP
Lögreglan í Bretlandi handtók fimm menn á aldrinum 21 til 30 ára í morgun en þeir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk í Lundúnum.

Mennirnir voru handteknir í Bedfordshire í Luton og voru stuttu seinna fluttir í höfuðstöðvar lögreglunnar í Lundúnum.

Þeir verða yfirheyrðir seinna í dag. Húsleit stendur nú yfir á heimilum mannanna en þeir bjuggu allir við Bury Park hverfið í Bedfordshire.

Fjöldi Pakistana býr í hverfinu og hefur Luton orðið að þungamiðju átaka múslima og öfgasinnaðra hægri manna í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×