Segir sjö ára fangelsi allt of mikla refsingu 22. nóvember 2012 14:21 Börkur Birgisson leiddur fyrir dóm. „Krafa um sjö ára fangelsi er einfaldlega allt of há." Þetta sagði verjandi Barkar Birgissonar í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Börkur er, sem kunnugt er, ákærður fyrir aðild að miklu ofbeldisbrotamáli ásamt níu öðrum. Saksóknari hefur farið fram á sjö ára fangelsi yfir Berki en átta ára fangelsi yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni. Verjandi gagnrýndi vinnubrögð bæði ákæruvaldsins og lögreglunnar í málinu, allt frá upphafi til dagsins í dag. Þannig hafi það verið einbeittur ásetningur lögreglu að bendla Annþór og Börk við nokkrar stórfelldar líkamsárásir sem áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu árin 2011 og 2012. „Hlutlægni var ekki gætt. Rannsóknin beindist að Berki og Annþóri. Verður ekki annað séð en að yfirheyrslur snúist um að koma sök á þessa sakborninga. Rannsókn málsins var því ekki í samræmi við meðferð sakamála. Með þetta í huga verður að gera enn frekari sönnunarkröfu." Þá benti verjandi á vitnisburði bæði brotaþola og sakborninga hafi verið á reiki við skýrslugjöf á upphafsstigi málsins. „Framburður helsta vitnis ákæruvaldsins um sekt Barkar hefur verið þvers og kruss. Hann er margsaga og neitar allri sök í upphafi. Þegar líður á breytist framburður hans eftir veru í gæsluvarðhaldi. Ekkert mark á að taka á framburðum hans, nema þá sakborningum í hag," sagði verjandi. Var verjanda mikið í mun að benda á að lögregla hafi ekki gefið öðrum aðilum gaum þegar rannsókn málsins stóð yfir. „Sekt Barkar byggir á huglægri afstöðu. Ákæruvaldið hefur lagt málið þannig upp að Börkur sé aðalmaðurinn í málinu. Nægileg sönnunargögn liggja ekki fyrir. Þá er skorað á virðulegan dóm að fara yfir hljóð- og mynddiska úr skýrslutökum þegar niðurstaða er ákveðin. Mál Barkar var lagt í dóm. Frávísunar var krafist og til vara sýknu. Þá sagði verjandi að Börkur bæri ekki bótatjón á þeim áverkum sem hann er sagður bera ábyrgð á. Þeir Annþór og Börkur eru báðir viðstaddir réttarhöldin í dag. Þeir kröfðust þess í morgun að fá að ávarpa réttinn eftir að málflutningi lýkur og munu að öllu óbreyttu gera það. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Krafa um sjö ára fangelsi er einfaldlega allt of há." Þetta sagði verjandi Barkar Birgissonar í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Börkur er, sem kunnugt er, ákærður fyrir aðild að miklu ofbeldisbrotamáli ásamt níu öðrum. Saksóknari hefur farið fram á sjö ára fangelsi yfir Berki en átta ára fangelsi yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni. Verjandi gagnrýndi vinnubrögð bæði ákæruvaldsins og lögreglunnar í málinu, allt frá upphafi til dagsins í dag. Þannig hafi það verið einbeittur ásetningur lögreglu að bendla Annþór og Börk við nokkrar stórfelldar líkamsárásir sem áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu árin 2011 og 2012. „Hlutlægni var ekki gætt. Rannsóknin beindist að Berki og Annþóri. Verður ekki annað séð en að yfirheyrslur snúist um að koma sök á þessa sakborninga. Rannsókn málsins var því ekki í samræmi við meðferð sakamála. Með þetta í huga verður að gera enn frekari sönnunarkröfu." Þá benti verjandi á vitnisburði bæði brotaþola og sakborninga hafi verið á reiki við skýrslugjöf á upphafsstigi málsins. „Framburður helsta vitnis ákæruvaldsins um sekt Barkar hefur verið þvers og kruss. Hann er margsaga og neitar allri sök í upphafi. Þegar líður á breytist framburður hans eftir veru í gæsluvarðhaldi. Ekkert mark á að taka á framburðum hans, nema þá sakborningum í hag," sagði verjandi. Var verjanda mikið í mun að benda á að lögregla hafi ekki gefið öðrum aðilum gaum þegar rannsókn málsins stóð yfir. „Sekt Barkar byggir á huglægri afstöðu. Ákæruvaldið hefur lagt málið þannig upp að Börkur sé aðalmaðurinn í málinu. Nægileg sönnunargögn liggja ekki fyrir. Þá er skorað á virðulegan dóm að fara yfir hljóð- og mynddiska úr skýrslutökum þegar niðurstaða er ákveðin. Mál Barkar var lagt í dóm. Frávísunar var krafist og til vara sýknu. Þá sagði verjandi að Börkur bæri ekki bótatjón á þeim áverkum sem hann er sagður bera ábyrgð á. Þeir Annþór og Börkur eru báðir viðstaddir réttarhöldin í dag. Þeir kröfðust þess í morgun að fá að ávarpa réttinn eftir að málflutningi lýkur og munu að öllu óbreyttu gera það.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira