Kúrþjónusta stofnuð á Íslandi - selja hlýju, ekki blíðu 22. nóvember 2012 20:37 Gott faðmlag getur bjargað deginum. „Við getum kúrað með þér eða legið fyrir framan sjónvarpið og horft á Vídjó," segir Einar Viðarsson sem auglýsir nú heldur nýstárlega þjónustu á vefnum bland.is, en það er nokkurskonar kúrþjónusta. Einar, ásamt einni konu, hafa ákveðiði að falbjóða hlýju sína - og takið nú eftir - hlýju sína en ekki blíðu sína. Þetta er semsagt ekki kynlífsþjónusta eins og Einar segist raunar hafa þurft að taka sérstaklega fram vegna fyrirspurna, en það voru félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem ræddu við Einar um þessa nýjung hér á landi. „Ég sá þetta fyrir einhverjum mánuðum síðan, einhver stúlka erlendis bauð upp á þetta," útskýrir Einar sem hefur fengið gríðarlega mikil viðbrögð við auglýsingunni. Hann segir það einsýnt að hann og kona sem er með honum í þessu fyrirtæki geti ekki þjónustað alla þá sem eru tilbúnir að greiða fyrir hlýjuna. Hann hyggst því ráða inn nýtt starfsfólk. Fyrir forvitna þá kostar klukkutíminn 7500 krónur og svo er hægt að semja um framhaldið, segir Einar. Sá sem pantar þjónustuna getur valið hvort hann vilji karl eða konu, og ef honum líkar ekki manneskjan sem kemur, þá er ekkert mál að hætta við. Einar segir fulla þörf á svona þjónustu, „það er mikill tilfinningakuldi í gangi, mikið um sjálfsvíg og einsemd," segir Einar sem vill selja þessum kúnnahópi tilfinningalega hlýju á þessum erfiðu tímum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Fyrir þá sem vilja nálgast þjónustuna er þeim bent á smáauglýsingar á vefnum bland.is. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Við getum kúrað með þér eða legið fyrir framan sjónvarpið og horft á Vídjó," segir Einar Viðarsson sem auglýsir nú heldur nýstárlega þjónustu á vefnum bland.is, en það er nokkurskonar kúrþjónusta. Einar, ásamt einni konu, hafa ákveðiði að falbjóða hlýju sína - og takið nú eftir - hlýju sína en ekki blíðu sína. Þetta er semsagt ekki kynlífsþjónusta eins og Einar segist raunar hafa þurft að taka sérstaklega fram vegna fyrirspurna, en það voru félagarnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sem ræddu við Einar um þessa nýjung hér á landi. „Ég sá þetta fyrir einhverjum mánuðum síðan, einhver stúlka erlendis bauð upp á þetta," útskýrir Einar sem hefur fengið gríðarlega mikil viðbrögð við auglýsingunni. Hann segir það einsýnt að hann og kona sem er með honum í þessu fyrirtæki geti ekki þjónustað alla þá sem eru tilbúnir að greiða fyrir hlýjuna. Hann hyggst því ráða inn nýtt starfsfólk. Fyrir forvitna þá kostar klukkutíminn 7500 krónur og svo er hægt að semja um framhaldið, segir Einar. Sá sem pantar þjónustuna getur valið hvort hann vilji karl eða konu, og ef honum líkar ekki manneskjan sem kemur, þá er ekkert mál að hætta við. Einar segir fulla þörf á svona þjónustu, „það er mikill tilfinningakuldi í gangi, mikið um sjálfsvíg og einsemd," segir Einar sem vill selja þessum kúnnahópi tilfinningalega hlýju á þessum erfiðu tímum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Fyrir þá sem vilja nálgast þjónustuna er þeim bent á smáauglýsingar á vefnum bland.is.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira