Lífið

Sigurvegarinn í X-Factor kynntur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurvegarinn í nýjustu þáttaröðinni af X Factor var kynntur í gær. Hörðust var keppnin á milli Tate Stevens og Carly Rose Sonenclar. Svo fór að lokum að Tate Stevens tryggði sér sigurinn. Með sigrinum tryggði hann sér fimm milljóna dala, eða 635 milljón króna, plötusamning.

"Þetta er besti dagur lífs míns," sagði hinn 37 ára gamli Stevens eftir að úrslitin voru kunngjörð. Hin þrettán ára gamla Sonenclar varð svo í öðru sæti. Hún þykir hafa tekið tapinu með fullri reisn og flestir búast við því að hún muni landa plötusamningi mjög fljótlega, að því er segir á vefnum Billboard.com.



Tate Stevens er kampakátur með sigurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.