Hamilton á ráspól í Malasíu og Button annar Birgir Þór Harðarson skrifar 24. mars 2012 09:25 Schumacher, Hamilton og Button ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren ökuþórarnir endurtóku leikinnfrá því í Ástralíu fyrir viku síðan og röðuðu bílum sínum fremst á ráslínuna fyrir kappaksturinn í Malasíu á morgun. Í þriðja sæti ræsir Michael Schumacher á Mercedes. Þetta er besti árangur Schumachers eftir að hann snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010. "Við reyndum að finna bestu málamiðlunina á milli tímatökunnar og keppninnar og þriðja sætið er því mjög góður árangur ef við skoðum hverjir eru fyrir aftan okkur," sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Hamilton ók frábæran hring og átti lang besta tíma lengi framan af í tímatökunum. Liðsfélagi hans og Schumacher voru þeir einu sem áttu einhvern séns í að bæta tíma Hamilton. Sebastian Vettel ók einn fljúgandi hring á mjúku dekkjunum en setti lélegan tíma. Liðið skipti þá yfir á hörðu dekkjagerðina og Vettel bætti tíma sinn. Hann mun því ræsa á harðari dekkjunum í fimmta sæti. Það verður áhugavert að sjá hvernig hin liðin bregðast við því. Liðfélagi Vettels, Mark Webber ræsir fjórði. Ferrari átti mjög erfiða tímatöku. Felipe Massa komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Fernando Alonso sagði níunda besta tíma það besta sem mögulega var hægt að fá út úr bílnum. Paul di Resta sigraði einvígið gegn liðsfélaga sínum, Nico Hulkenberg, í þetta skiptið. Force India slagurinn er annað sem spennandi verður að fylgjast með í kappakstrinum á morgun. @VisirSport fylgdist með tímatökunni á Twitter og fylgist með kappakstrinum aftur á morgun. Rásröðin í kappakstrinum á morgun.1. Hamilton 2. Button 3. Schumacher 4. Webber 5. Vettel 6. Grosjean 7. Rosberg 8. Alonso 9. Perez 10. Raikkönen 11. Maldonado 12. Massa 13. Senna 14. di Resta 15. Ricciardo 16. Hulkenberg 17. Kobayashi 18. Vergne 19. Petrov 20. Glock 21. Pic 22. de la Rosa 23. Karthikeyan 24. Kovalainen
Formúla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira