Erlent

Gingrich hættir formlega við framboð sitt í dag

Newt Gingrich mun lýsa því yfir formlega í dag að hann sé hættur að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni hans.

Þetta kom fram í myndbandi sem sett var á heimasíðu Gingrich í gærkvöldi. Það var ljóst fyrir nokkru síðan að Gingrich ætlaði að hætta framboði sínu en það vakti athygli vestan hafs að í myndbandinu lýsir hann ekki yfir stuðningi við Mitt Romney. Hugsanlega gerir hann það í dag í yfirlýsingu sinni.

Þar með er aðeins Ron Paul eftir sem andstæðingur Romney en Paul er ekki talinn eiga neina möguleika á að verða forsetaefni flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×