Sagan af Símoni og Fróða Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun