Sagan af Símoni og Fróða Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar