Sagan af Símoni og Fróða Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 6. mars 2012 06:00 Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Símon var viðskiptamaður mikill. Hann átti og rak fjöldann allan af fyrirtækjum. Æskufélagi Símons hét Fróði. Hann var heimspekingur og eyddi flestum sínum stundum í að hugsa. Það fannst Símoni sóun á tíma. Vegna þessa munar á þeim kumpánum höfðu þeir ekki mikið samband sín á milli eftir námsárin. Það henti þó að þeir hittust óvænt. Það gerðist akkúrat einn vordag á ónefndu kaffihúsi. Þeir settust niður og ræddu saman. Þeir áttu ekki mikið sameiginlegt í dag. Símon hóf að ræða viðskipti. Símoni til mikillar furðu lifnaði yfir Fróða og hann byrjaði að segja Símoni frá merkilegri uppgötvun sem hann hafði gert stuttu áður. Fróði sagði Símoni frá því hvernig hann hafi hugsað upp leið til að flytja hluti úr framtíðinni. Símon hugsaði sem svo að þetta væri bara bull í kallinum en hlustaði fyrir kurteisis sakir. Fróði tjáði honum að menn og efnislegir hlutir gætu ekki ferðast um tímann, en það gætu peningar. Peningar væru jú ekki lengur efnislegir, þeir væru huglægir, og það væri akkúrat þess vegna sem hægt væri að flytja þá til í tíma og rúmi. Um leið og Símon heyrði minnst á peninga í þessu samhengi varð hann ekkert nema athyglin og einbeitnin og hlustaði á útskýringar Fróða um hvernig þetta væri hægt. Strax daginn eftir hóf Símon undirbúning að því sem átti eftir að gera hann ríkari af veraldlegum auði en nokkurn gæti dreymt um. Hann kom upp útlánastofnun og hóf að lána fé. Hann fór nákvæmlega eftir uppskrift Fróða. Hann lánaði pening sem skilaði sér svo aftur á einn eða annan hátt til eins af öllum fyrirtækjum hans. Jafn harðan sem peningarnir komu inn lánaði hann þá aftur út. Svona gat hann margfaldað eignir sínar á skömmum tíma. Hann lánaði sömu krónuna aftur og aftur. Í hvert skipti sem hann lánaði sömu krónuna færði hann hana sem eign í bókhaldið sitt. Um leið og hann færði krónuna í bókhaldið sem hagnað dagsins var hann búinn að flytja krónu úr framtíðinni, alveg eins og Fróði hafði lýst því. Núna gat hann tekið út krónuna og stungið henni í veskið sitt. Peningurinn var kominn úr framtíðinni og í veskið. Þetta gekk í nokkur ár og auðæfi Símonar voru orðin gríðarleg. Ríkidómurinn var óraunverulegur. Þá gerðist nokkuð sem Fróði hafði ekki minnst á. Allt fór að hrynja. Verðmæti eigna hrundi stjórnlaust. Verðmæti allra fjármuna Símons hrundu stjórnlaust. Peningastreymið nánast stöðvaðist og skuldarar Símons hættu að greiða af skuldum sínum, þeir sögðu einfaldlega að þeir ættu ekki neina peninga. Símon sætti sig ekki við svona þvætting. Allir eiga jú að greiða skuldir sínar. Hann réði her manna sem sáu um innheimtuna. Um tíma leit út fyrir að ástandið myndi batna. En að lokum hrundi allt og sjálfur Símon var orðinn jafn fátækur og allir aðrir af veraldlegum auð. Þá hitti hann Fróða. Þeir fóru að spjalla. Símon sagði honum frá því hvað hann hafði gert. Að hann hefði farið nákvæmlega eftir forskrift Fróða og allt gekk upp. En svo skyndilega byrjaði allt að hrynja. Hvað hafði hann gert rangt? „Hvað hefurðu gert Símon. Þetta var fræðileg hugarleikfimi sem mátti aldrei með nokkru móti framkvæma. Með því að færa peninga úr framtíðinni og nota þá hefur þú breytt allri tímalínu okkar allra. Gerirðu þér grein fyrir afleiðingum gjörða þinna? Þetta snýst ekki bara um hentuga hagfræði fyrir þig, þetta snýst um eðlisfræði og heimspeki. Þú orsakaðir það sjálfur að peningar sem þú fluttir úr framtíðinni urðu aldrei til. Þú breyttir öllu. Þú breyttir ekki bara því að peningar yrðu ekki til. Þú hefur orsakað það að fjöldinn allur af fólki sem hefði orðið til verður aldrei til. Þú lékst þér að tímalínunni og nú þurfum við öll að gjalda fyrir það, ÖLL ekki bara þú. Það er sennilega ekki hægt að hugsa sér stærri glæp“.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun