40/60? Ingólfur V. Gíslason skrifar 6. mars 2012 06:00 Í umræðum vegna frumvarps til breytinga á barnalögum hefur verið vísað til niðurstaðna rannsóknar sem ég birti árið 2004. Stundum hefur gætt þar misskilnings eða rangtúlkunar og því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Í rannsókninni las ég alla dóma í forsjárdeilum sem féllu í héraðsdómum á Íslandi á tímabilinu 1995 til 2001. Alls voru þetta 90 dómar sem samsvarar u.þ.b. 1,5% skilnaða á sama tímabili þar sem þurfti að ákveða forsjá barna. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að sjá skiptingu forsjár milli foreldra og hins vegar að greina þær ástæður sem dómstólar leggja til grundvallar þegar ákveðið er hvort forsjá barns skuli vera hjá föður eða móður. Niðurstöður voru þær að faðir fékk forsjá í 40% tilfella en móðir í 60% tilfella. Dómstólar lögðu helst til grundvallar hvoru foreldrinu barnið teldist vera nánara og hvor niðurstaðan hefði í för með sér minna rask á högum barnsins. Það er hins vegar alls ekki unnt að draga þá niðurstöðu af þessu að ef öll forsjármál færu fyrir dómstóla þá yrði skiptingin 40/60. Þeir foreldrar sem voru með forsjármálin fyrir dómstólum á þessum árum voru um margt sérstakur hópur og m.a. er ljóst að í óvanalega mörgum tilfellum hafði faðir verið megin umönnunaraðili barns. Líklegt er að sé slík staða ekki fyrir hendi sé vonlítið fyrir föður að reyna að sækja forsjá barns síns til dómstóla þó hann sé vel hæfur umhyggjuaðili. Umræðurnar að undanförnu hafa aðallega snúist um hvort dómarar eigi að hafa möguleika til að dæma til sameiginlegrar forsjár þrátt fyrir andstöðu annars foreldris. Í einum af þeim dómum sem ég las óskar foreldri eftir því að forsjá, sem áður var sameiginleg, verði hér eftir einvörðungu hjá sér. Rökstuðningurinn var að hitt fyrirkomulagið „henti ekki lengur“. Þegar dómarar eru þvingaðir til að velja milli foreldra þarf rökstuðningur ekki að vera merkilegri til að barn sé svipt forsjá annars foreldris. „Af því bara“ dugar sem röksemd. Líklegt er að rökstuðningur forsjársviptingar þurfi að vera töluvert vandaðri ef dómarar hafa heimild til að dæma til sameiginlegrar forsjár sé það talið barninu fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðum vegna frumvarps til breytinga á barnalögum hefur verið vísað til niðurstaðna rannsóknar sem ég birti árið 2004. Stundum hefur gætt þar misskilnings eða rangtúlkunar og því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Í rannsókninni las ég alla dóma í forsjárdeilum sem féllu í héraðsdómum á Íslandi á tímabilinu 1995 til 2001. Alls voru þetta 90 dómar sem samsvarar u.þ.b. 1,5% skilnaða á sama tímabili þar sem þurfti að ákveða forsjá barna. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að sjá skiptingu forsjár milli foreldra og hins vegar að greina þær ástæður sem dómstólar leggja til grundvallar þegar ákveðið er hvort forsjá barns skuli vera hjá föður eða móður. Niðurstöður voru þær að faðir fékk forsjá í 40% tilfella en móðir í 60% tilfella. Dómstólar lögðu helst til grundvallar hvoru foreldrinu barnið teldist vera nánara og hvor niðurstaðan hefði í för með sér minna rask á högum barnsins. Það er hins vegar alls ekki unnt að draga þá niðurstöðu af þessu að ef öll forsjármál færu fyrir dómstóla þá yrði skiptingin 40/60. Þeir foreldrar sem voru með forsjármálin fyrir dómstólum á þessum árum voru um margt sérstakur hópur og m.a. er ljóst að í óvanalega mörgum tilfellum hafði faðir verið megin umönnunaraðili barns. Líklegt er að sé slík staða ekki fyrir hendi sé vonlítið fyrir föður að reyna að sækja forsjá barns síns til dómstóla þó hann sé vel hæfur umhyggjuaðili. Umræðurnar að undanförnu hafa aðallega snúist um hvort dómarar eigi að hafa möguleika til að dæma til sameiginlegrar forsjár þrátt fyrir andstöðu annars foreldris. Í einum af þeim dómum sem ég las óskar foreldri eftir því að forsjá, sem áður var sameiginleg, verði hér eftir einvörðungu hjá sér. Rökstuðningurinn var að hitt fyrirkomulagið „henti ekki lengur“. Þegar dómarar eru þvingaðir til að velja milli foreldra þarf rökstuðningur ekki að vera merkilegri til að barn sé svipt forsjá annars foreldris. „Af því bara“ dugar sem röksemd. Líklegt er að rökstuðningur forsjársviptingar þurfi að vera töluvert vandaðri ef dómarar hafa heimild til að dæma til sameiginlegrar forsjár sé það talið barninu fyrir bestu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar