Lífið

Misheppnuð endurkoma

Frammistaða Lindsay Lohan í Saturday Night Live þótti slök og ekki til fyrirmyndar.nordicphotos/getty
Frammistaða Lindsay Lohan í Saturday Night Live þótti slök og ekki til fyrirmyndar.nordicphotos/getty
Lindsay Lohan var gestur í skemmtiþættinum Saturday Night Live um síðustu helgi. Frammistaða hennar þótti ekki eins góð og vonast hafði verið eftir.

Leikkonunni Lindsay Lohan gengur illa að endurheimta feril sinn eftir áralanga baráttu við áfengi, eiturlyf og bandaríska réttarkerfið. Í byrjun árs sat Lohan fyrir hjá tímaritinu Playboy en sala blaðsins var langt undir væntingum. Um helgina kom Lohan fram sem gestastjórnandi í gamanþættinum Saturday Night Live en frammistaðan þótti heldur mislukkuð.

Saturday Night Live átti að vera eins konar endurkoma Lohan í skemmtanabransann en frammistaða hennar þótti langt því frá góð. Að sögn gagnrýnanda Huffington Post var augljóst að Lohan var komin úr æfingu og var leikur hennar ekki sannfærandi eða góður. Auk þess var augljóst að hún las textann sinn af skjávarpa, það mátti sjá augun færast fram og til baka, og fór það mikið í taugarnar á umræddum gagnrýnanda.

Fleiri taka í sama streng, frammistaða leikkonunnar þótti einfaldlega ekki nógu góð, og telja margir að Lohan eigi líklega aldrei afturkvæmt í skemmtanabransann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.