Flautukarfa Smith tryggði Knicks sigur | Fjörutíu stig Kobe dugðu ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2012 09:25 Nordicphotos/getty J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira