Á leið til Hollywood BBI skrifar 27. desember 2012 23:41 Mynd/Pjetur Ólafur Darri Ólafsson á góðu gengi að fagna sem leikari um þessar mundir en honum hafa nú verið boðin hlutverk í tveimur stórum Hollywoodverkefnum. Hann er hins vegar samningsbundinn Borgarleikhúsinu, en til að liðka fyrir Hollywoodverkefnum Ólafs Darra mun leikhúsið stytta sýningaferlið á ákveðnum leiksýningum. Verkefnin sem um ræðir eru annars vegar stórmyndin A Walk Among The Tombstones með Liam Neeson í aðalhlutvekri og í leikstjórn Scott Frank sem m.a. skrifaði handrit að stórmyndinni Minority Report og hins vegar sjónvarpsþáttaserían True Detectives með Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Til að greiða götu Ólafs Darra og gera honum kleift að taka þátt í þessum spennandi verkefnum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að ljúka sýningum á leikritinu Mýs og menn fyrr en ætlað var. Ólafur leikur stórt hlutverk í leikritinu. Ákveðið hefur verið að ljúka sýningum fyrir 1. mars en bæta á móti við sýningum í janúar og febrúar. Stefnt er að því að sýna fimm sinnum í viku. "Ég er auðvitað himinlifandi með þessi tækifæri og fullur tilhlökkunar. Auk þess er ég afar þakklátur Borgarleikhúsinu fyrir að liðka til þannig að ég geti tekið þessi verkefni að mér. Mér þykir hins vegar afskaplega vænt um hlutverkið mitt í Músum og mönnum og því er frábært að hægt sé að þétta sýningar á verkinu nú, enda vil ég endilega að sem allra flestir fái tækifæri til að sjá þessa fallegu sýningu okkar," segir Ólafur Darri. Leikhússtjóri Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, segir Ólaf í flokki bestu leikara landsins. "Við í Borgarleikhúsinu samgleðjumst okkar manni auðvitað innilega og gerum allt til að liðka til fyrir honum eins og öðrum listamönnum okkar, þannig að þeir geti tekist á við spennandi verkefni erlendis," segir Magnús. „Það kemur mér alls ekki á óvart að erlendir leikstjórar falist eftir honum í myndir sínar. Vonandi er þetta bara upphafið á frábærum ferli Darra á erlendri grundu." Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ólafur Darri Ólafsson á góðu gengi að fagna sem leikari um þessar mundir en honum hafa nú verið boðin hlutverk í tveimur stórum Hollywoodverkefnum. Hann er hins vegar samningsbundinn Borgarleikhúsinu, en til að liðka fyrir Hollywoodverkefnum Ólafs Darra mun leikhúsið stytta sýningaferlið á ákveðnum leiksýningum. Verkefnin sem um ræðir eru annars vegar stórmyndin A Walk Among The Tombstones með Liam Neeson í aðalhlutvekri og í leikstjórn Scott Frank sem m.a. skrifaði handrit að stórmyndinni Minority Report og hins vegar sjónvarpsþáttaserían True Detectives með Matthew McConaughey og Woody Harrelson í aðalhlutverkum. Til að greiða götu Ólafs Darra og gera honum kleift að taka þátt í þessum spennandi verkefnum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að ljúka sýningum á leikritinu Mýs og menn fyrr en ætlað var. Ólafur leikur stórt hlutverk í leikritinu. Ákveðið hefur verið að ljúka sýningum fyrir 1. mars en bæta á móti við sýningum í janúar og febrúar. Stefnt er að því að sýna fimm sinnum í viku. "Ég er auðvitað himinlifandi með þessi tækifæri og fullur tilhlökkunar. Auk þess er ég afar þakklátur Borgarleikhúsinu fyrir að liðka til þannig að ég geti tekið þessi verkefni að mér. Mér þykir hins vegar afskaplega vænt um hlutverkið mitt í Músum og mönnum og því er frábært að hægt sé að þétta sýningar á verkinu nú, enda vil ég endilega að sem allra flestir fái tækifæri til að sjá þessa fallegu sýningu okkar," segir Ólafur Darri. Leikhússtjóri Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, segir Ólaf í flokki bestu leikara landsins. "Við í Borgarleikhúsinu samgleðjumst okkar manni auðvitað innilega og gerum allt til að liðka til fyrir honum eins og öðrum listamönnum okkar, þannig að þeir geti tekist á við spennandi verkefni erlendis," segir Magnús. „Það kemur mér alls ekki á óvart að erlendir leikstjórar falist eftir honum í myndir sínar. Vonandi er þetta bara upphafið á frábærum ferli Darra á erlendri grundu."
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira