Breski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robbie Williams, 37 ára, og eiginkona hans, Ayda Field, eignuðust stúlku á þriðjudaginn var. Stúlkan, sem heitir Theodora Rose, var mynduð í fangi föður síns í gær og myndin birt á Twitter-síðu söngvarans sama dag. Eins og sjá má er pabbinn í skýjunum ber að ofan með barnið í fanginu.
Með myndbirtingunni skrifaði Robbie: "Annað skipti bleyjuskipti pabba... annar dagur Teddy á þessari plánetu."
