Af salsaballi, bílabíó og klámvæðingu íslenskra ungmenna Bjartur Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Klámvæðingin, það margumrædda og umdeilda hugtak, birtist okkur í ýmsum dapurlegum myndum í okkar daglega lífi. Hún á sinn þátt í kynbundnum staðalímyndum fólks sem við sjáum allt í kringum okkur og er skilgetið afkvæmi hins karllæga samfélags. Klámmarkaðurinn er risastór, einn sá stærsti á internetinu, og ratar inn á tölvuskjái langflestra unglingsdrengja á Íslandi. Klám þar sem meginþemu eru lítillækkun, niðurlæging og barngerving kvenmannslíkamans. Burt séð frá því þá eru áhrif þess, klámvæðingin sjálf, alls staðar í kringum okkur. Hún er til staðar í öllum okkar helstu upplýsingamiðlum, frá tónlistarmyndböndum í sjónvarpi til auglýsingaskilta á Breiðholtsbrautinni, hún kemur fyrir í blautbolakeppnum á Suðurnesjum og nú nýlega í auglýsingaherferðum fyrir nemendafélög íslenskra menntaskóla. Því er fásinna að halda því fram að klámvæðingin hafi ekki áhrif og eigi ekki sinn þátt í að móta skoðanir okkar og viðhorf. Síðasta vetur var vinsæll rithöfundur, einkaþjálfari og sjónvarpsstjarna kærður fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Í kjölfarið vaknaði umræða um niðrandi athugasemdir og almenna kvenfyrirlitningu sem umræddur maður hafði í áraraðir látið hafa eftir sér á opinberum vettvangi. Athyglisvert hlýtur að þykja að þessi umræða vaknaði ekki almennilega fyrr en fyrst þá, eftir að maðurinn var búinn að gefa út margar bækur og sjónvarpsseríu við miklar undirtektir og hafði fengið ómæld önnur tækifæri til þess að hafa áhrif á hug og heill þjóðarinnar. Kæran á hendur manninum var að lokum felld niður og ekki tekin til málsmeðferðar (sem er svo sem ekkert óalgengt í réttarfarskerfi þar sem minna en 3% kynferðisbrotamála enda með sakfellingu). Það er annað mál að aðilar sem birta og vekja athygli á opinberum ummælum manna eins og umræddrar sjónvarpstjörnu og vilja almennt stofna til umræðu um kvenfyrirlitningu þurfa sjálfir að sæta ofsóknum, persónulegum árásum og jafnvel hótunum. Nýlega birtu menntaskólanemar í umboði Nemendafélags Menntaskólans við Sund myndband á vefsíðunni Youtube.com þar sem ungur maður sem hluti af einhverju grínatriði ýtir höfði jafnöldru sinnar í átt að klofi sínu og neyðir hana til munnmaka. Þetta var auglýsing fyrir 80‘s þemaviku skólans og þessi umrædda sena átti að eiga sér stað í tilvonandi bílabíó MSinga (umrætt myndband var svo fjarlægt af vefnum stuttu eftir birtingu þess). Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ ábyrgðist hins vegar að allir myndu fara sáttir heim af Salsaballi á vegum þess og gerði það með því að hengja upp veggspjald af sælum, sólbrúnum strák með sombrero-hatt að þiggja munnmök frá stelpu sem krýpur fyrir framan hann. Hann brosir himinlifandi framan í áhorfendur og stingur tveimur þumalputtum upp í loftið til að leggja blessun sína yfir ástandið. Veggspjald þetta var seinna tekið niður af veggjum skólans fyrir tilstilli skólastjórnar en ekki var þó komið í veg fyrir að það læki á netið. Þessi tvö fyrrnefndu dæmi eru vissulega ekki glæpir í bókstaflegum skilningi heldur einfaldlega illa heppnaðir brandarar. En fyrst að svona húmor nær að ganga jafn langt og raun ber vitni, án þess að nokkur viðkomandi aðila hugsi tvisvar um hin raunverulegu skilaboð sem hann sendir, þá hlýtur einfaldlega að liggja ákveðið hugarfarslegt vandamál á bak við. Vandamál sem er nátengt þeim atriðum sem ég minntist á hér áðan. Það sem mér þykir hvað dapurlegast við þessi mál er hve fátt ungt fólk virðist reiðubúið eða yfirhöfuð fært um að líta á hluti eins og þessa „brandara“ og spyrja sig hvaðan þeir raunverulega spretta og hvað þeir raunverulega segja okkur. Spyrja sig af hverju lítillækkun og kvenfyrirlitning þyki sjálfsagður húmor, af hverju gerðar séu hærri útlitslegar kröfur til ungrar konu en karlmanns og af hverju sú hin sama sætir meiri þrýstingi um að gefa eftir í kynlífi burtséð frá hennar eigin vilja. Mér finnst ég þekkja allt of margt gott, ungt fólk sem er ekki reiðubúið til þess að gagnrýna þetta hugarfar. Því ætla ég að beina eftirfarandi spurningu til ungs fólks almennt; haldið þið virkilega að það sé ekkert bogið við þetta? Ég er sannfærður um að svo sé og geri þá einföldu kröfu að fá að búa í samfélagi þar sem fólki eru veitt jöfn tækifæri, laun og virðing óháð kyni, annað get ég einfaldlega ekki sætt mig við. Ég vil samfélag án kvenfyrirlitningar, karlrembu, kynbundinna staðalímynda, kynferðisafbrota, útlitsdýrkunar og misréttis. Ég vil jafnrétti. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Klámvæðingin, það margumrædda og umdeilda hugtak, birtist okkur í ýmsum dapurlegum myndum í okkar daglega lífi. Hún á sinn þátt í kynbundnum staðalímyndum fólks sem við sjáum allt í kringum okkur og er skilgetið afkvæmi hins karllæga samfélags. Klámmarkaðurinn er risastór, einn sá stærsti á internetinu, og ratar inn á tölvuskjái langflestra unglingsdrengja á Íslandi. Klám þar sem meginþemu eru lítillækkun, niðurlæging og barngerving kvenmannslíkamans. Burt séð frá því þá eru áhrif þess, klámvæðingin sjálf, alls staðar í kringum okkur. Hún er til staðar í öllum okkar helstu upplýsingamiðlum, frá tónlistarmyndböndum í sjónvarpi til auglýsingaskilta á Breiðholtsbrautinni, hún kemur fyrir í blautbolakeppnum á Suðurnesjum og nú nýlega í auglýsingaherferðum fyrir nemendafélög íslenskra menntaskóla. Því er fásinna að halda því fram að klámvæðingin hafi ekki áhrif og eigi ekki sinn þátt í að móta skoðanir okkar og viðhorf. Síðasta vetur var vinsæll rithöfundur, einkaþjálfari og sjónvarpsstjarna kærður fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Í kjölfarið vaknaði umræða um niðrandi athugasemdir og almenna kvenfyrirlitningu sem umræddur maður hafði í áraraðir látið hafa eftir sér á opinberum vettvangi. Athyglisvert hlýtur að þykja að þessi umræða vaknaði ekki almennilega fyrr en fyrst þá, eftir að maðurinn var búinn að gefa út margar bækur og sjónvarpsseríu við miklar undirtektir og hafði fengið ómæld önnur tækifæri til þess að hafa áhrif á hug og heill þjóðarinnar. Kæran á hendur manninum var að lokum felld niður og ekki tekin til málsmeðferðar (sem er svo sem ekkert óalgengt í réttarfarskerfi þar sem minna en 3% kynferðisbrotamála enda með sakfellingu). Það er annað mál að aðilar sem birta og vekja athygli á opinberum ummælum manna eins og umræddrar sjónvarpstjörnu og vilja almennt stofna til umræðu um kvenfyrirlitningu þurfa sjálfir að sæta ofsóknum, persónulegum árásum og jafnvel hótunum. Nýlega birtu menntaskólanemar í umboði Nemendafélags Menntaskólans við Sund myndband á vefsíðunni Youtube.com þar sem ungur maður sem hluti af einhverju grínatriði ýtir höfði jafnöldru sinnar í átt að klofi sínu og neyðir hana til munnmaka. Þetta var auglýsing fyrir 80‘s þemaviku skólans og þessi umrædda sena átti að eiga sér stað í tilvonandi bílabíó MSinga (umrætt myndband var svo fjarlægt af vefnum stuttu eftir birtingu þess). Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ ábyrgðist hins vegar að allir myndu fara sáttir heim af Salsaballi á vegum þess og gerði það með því að hengja upp veggspjald af sælum, sólbrúnum strák með sombrero-hatt að þiggja munnmök frá stelpu sem krýpur fyrir framan hann. Hann brosir himinlifandi framan í áhorfendur og stingur tveimur þumalputtum upp í loftið til að leggja blessun sína yfir ástandið. Veggspjald þetta var seinna tekið niður af veggjum skólans fyrir tilstilli skólastjórnar en ekki var þó komið í veg fyrir að það læki á netið. Þessi tvö fyrrnefndu dæmi eru vissulega ekki glæpir í bókstaflegum skilningi heldur einfaldlega illa heppnaðir brandarar. En fyrst að svona húmor nær að ganga jafn langt og raun ber vitni, án þess að nokkur viðkomandi aðila hugsi tvisvar um hin raunverulegu skilaboð sem hann sendir, þá hlýtur einfaldlega að liggja ákveðið hugarfarslegt vandamál á bak við. Vandamál sem er nátengt þeim atriðum sem ég minntist á hér áðan. Það sem mér þykir hvað dapurlegast við þessi mál er hve fátt ungt fólk virðist reiðubúið eða yfirhöfuð fært um að líta á hluti eins og þessa „brandara“ og spyrja sig hvaðan þeir raunverulega spretta og hvað þeir raunverulega segja okkur. Spyrja sig af hverju lítillækkun og kvenfyrirlitning þyki sjálfsagður húmor, af hverju gerðar séu hærri útlitslegar kröfur til ungrar konu en karlmanns og af hverju sú hin sama sætir meiri þrýstingi um að gefa eftir í kynlífi burtséð frá hennar eigin vilja. Mér finnst ég þekkja allt of margt gott, ungt fólk sem er ekki reiðubúið til þess að gagnrýna þetta hugarfar. Því ætla ég að beina eftirfarandi spurningu til ungs fólks almennt; haldið þið virkilega að það sé ekkert bogið við þetta? Ég er sannfærður um að svo sé og geri þá einföldu kröfu að fá að búa í samfélagi þar sem fólki eru veitt jöfn tækifæri, laun og virðing óháð kyni, annað get ég einfaldlega ekki sætt mig við. Ég vil samfélag án kvenfyrirlitningar, karlrembu, kynbundinna staðalímynda, kynferðisafbrota, útlitsdýrkunar og misréttis. Ég vil jafnrétti. Hvað með þig?
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun