Af salsaballi, bílabíó og klámvæðingu íslenskra ungmenna Bjartur Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Klámvæðingin, það margumrædda og umdeilda hugtak, birtist okkur í ýmsum dapurlegum myndum í okkar daglega lífi. Hún á sinn þátt í kynbundnum staðalímyndum fólks sem við sjáum allt í kringum okkur og er skilgetið afkvæmi hins karllæga samfélags. Klámmarkaðurinn er risastór, einn sá stærsti á internetinu, og ratar inn á tölvuskjái langflestra unglingsdrengja á Íslandi. Klám þar sem meginþemu eru lítillækkun, niðurlæging og barngerving kvenmannslíkamans. Burt séð frá því þá eru áhrif þess, klámvæðingin sjálf, alls staðar í kringum okkur. Hún er til staðar í öllum okkar helstu upplýsingamiðlum, frá tónlistarmyndböndum í sjónvarpi til auglýsingaskilta á Breiðholtsbrautinni, hún kemur fyrir í blautbolakeppnum á Suðurnesjum og nú nýlega í auglýsingaherferðum fyrir nemendafélög íslenskra menntaskóla. Því er fásinna að halda því fram að klámvæðingin hafi ekki áhrif og eigi ekki sinn þátt í að móta skoðanir okkar og viðhorf. Síðasta vetur var vinsæll rithöfundur, einkaþjálfari og sjónvarpsstjarna kærður fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Í kjölfarið vaknaði umræða um niðrandi athugasemdir og almenna kvenfyrirlitningu sem umræddur maður hafði í áraraðir látið hafa eftir sér á opinberum vettvangi. Athyglisvert hlýtur að þykja að þessi umræða vaknaði ekki almennilega fyrr en fyrst þá, eftir að maðurinn var búinn að gefa út margar bækur og sjónvarpsseríu við miklar undirtektir og hafði fengið ómæld önnur tækifæri til þess að hafa áhrif á hug og heill þjóðarinnar. Kæran á hendur manninum var að lokum felld niður og ekki tekin til málsmeðferðar (sem er svo sem ekkert óalgengt í réttarfarskerfi þar sem minna en 3% kynferðisbrotamála enda með sakfellingu). Það er annað mál að aðilar sem birta og vekja athygli á opinberum ummælum manna eins og umræddrar sjónvarpstjörnu og vilja almennt stofna til umræðu um kvenfyrirlitningu þurfa sjálfir að sæta ofsóknum, persónulegum árásum og jafnvel hótunum. Nýlega birtu menntaskólanemar í umboði Nemendafélags Menntaskólans við Sund myndband á vefsíðunni Youtube.com þar sem ungur maður sem hluti af einhverju grínatriði ýtir höfði jafnöldru sinnar í átt að klofi sínu og neyðir hana til munnmaka. Þetta var auglýsing fyrir 80‘s þemaviku skólans og þessi umrædda sena átti að eiga sér stað í tilvonandi bílabíó MSinga (umrætt myndband var svo fjarlægt af vefnum stuttu eftir birtingu þess). Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ ábyrgðist hins vegar að allir myndu fara sáttir heim af Salsaballi á vegum þess og gerði það með því að hengja upp veggspjald af sælum, sólbrúnum strák með sombrero-hatt að þiggja munnmök frá stelpu sem krýpur fyrir framan hann. Hann brosir himinlifandi framan í áhorfendur og stingur tveimur þumalputtum upp í loftið til að leggja blessun sína yfir ástandið. Veggspjald þetta var seinna tekið niður af veggjum skólans fyrir tilstilli skólastjórnar en ekki var þó komið í veg fyrir að það læki á netið. Þessi tvö fyrrnefndu dæmi eru vissulega ekki glæpir í bókstaflegum skilningi heldur einfaldlega illa heppnaðir brandarar. En fyrst að svona húmor nær að ganga jafn langt og raun ber vitni, án þess að nokkur viðkomandi aðila hugsi tvisvar um hin raunverulegu skilaboð sem hann sendir, þá hlýtur einfaldlega að liggja ákveðið hugarfarslegt vandamál á bak við. Vandamál sem er nátengt þeim atriðum sem ég minntist á hér áðan. Það sem mér þykir hvað dapurlegast við þessi mál er hve fátt ungt fólk virðist reiðubúið eða yfirhöfuð fært um að líta á hluti eins og þessa „brandara“ og spyrja sig hvaðan þeir raunverulega spretta og hvað þeir raunverulega segja okkur. Spyrja sig af hverju lítillækkun og kvenfyrirlitning þyki sjálfsagður húmor, af hverju gerðar séu hærri útlitslegar kröfur til ungrar konu en karlmanns og af hverju sú hin sama sætir meiri þrýstingi um að gefa eftir í kynlífi burtséð frá hennar eigin vilja. Mér finnst ég þekkja allt of margt gott, ungt fólk sem er ekki reiðubúið til þess að gagnrýna þetta hugarfar. Því ætla ég að beina eftirfarandi spurningu til ungs fólks almennt; haldið þið virkilega að það sé ekkert bogið við þetta? Ég er sannfærður um að svo sé og geri þá einföldu kröfu að fá að búa í samfélagi þar sem fólki eru veitt jöfn tækifæri, laun og virðing óháð kyni, annað get ég einfaldlega ekki sætt mig við. Ég vil samfélag án kvenfyrirlitningar, karlrembu, kynbundinna staðalímynda, kynferðisafbrota, útlitsdýrkunar og misréttis. Ég vil jafnrétti. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Klámvæðingin, það margumrædda og umdeilda hugtak, birtist okkur í ýmsum dapurlegum myndum í okkar daglega lífi. Hún á sinn þátt í kynbundnum staðalímyndum fólks sem við sjáum allt í kringum okkur og er skilgetið afkvæmi hins karllæga samfélags. Klámmarkaðurinn er risastór, einn sá stærsti á internetinu, og ratar inn á tölvuskjái langflestra unglingsdrengja á Íslandi. Klám þar sem meginþemu eru lítillækkun, niðurlæging og barngerving kvenmannslíkamans. Burt séð frá því þá eru áhrif þess, klámvæðingin sjálf, alls staðar í kringum okkur. Hún er til staðar í öllum okkar helstu upplýsingamiðlum, frá tónlistarmyndböndum í sjónvarpi til auglýsingaskilta á Breiðholtsbrautinni, hún kemur fyrir í blautbolakeppnum á Suðurnesjum og nú nýlega í auglýsingaherferðum fyrir nemendafélög íslenskra menntaskóla. Því er fásinna að halda því fram að klámvæðingin hafi ekki áhrif og eigi ekki sinn þátt í að móta skoðanir okkar og viðhorf. Síðasta vetur var vinsæll rithöfundur, einkaþjálfari og sjónvarpsstjarna kærður fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Í kjölfarið vaknaði umræða um niðrandi athugasemdir og almenna kvenfyrirlitningu sem umræddur maður hafði í áraraðir látið hafa eftir sér á opinberum vettvangi. Athyglisvert hlýtur að þykja að þessi umræða vaknaði ekki almennilega fyrr en fyrst þá, eftir að maðurinn var búinn að gefa út margar bækur og sjónvarpsseríu við miklar undirtektir og hafði fengið ómæld önnur tækifæri til þess að hafa áhrif á hug og heill þjóðarinnar. Kæran á hendur manninum var að lokum felld niður og ekki tekin til málsmeðferðar (sem er svo sem ekkert óalgengt í réttarfarskerfi þar sem minna en 3% kynferðisbrotamála enda með sakfellingu). Það er annað mál að aðilar sem birta og vekja athygli á opinberum ummælum manna eins og umræddrar sjónvarpstjörnu og vilja almennt stofna til umræðu um kvenfyrirlitningu þurfa sjálfir að sæta ofsóknum, persónulegum árásum og jafnvel hótunum. Nýlega birtu menntaskólanemar í umboði Nemendafélags Menntaskólans við Sund myndband á vefsíðunni Youtube.com þar sem ungur maður sem hluti af einhverju grínatriði ýtir höfði jafnöldru sinnar í átt að klofi sínu og neyðir hana til munnmaka. Þetta var auglýsing fyrir 80‘s þemaviku skólans og þessi umrædda sena átti að eiga sér stað í tilvonandi bílabíó MSinga (umrætt myndband var svo fjarlægt af vefnum stuttu eftir birtingu þess). Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ ábyrgðist hins vegar að allir myndu fara sáttir heim af Salsaballi á vegum þess og gerði það með því að hengja upp veggspjald af sælum, sólbrúnum strák með sombrero-hatt að þiggja munnmök frá stelpu sem krýpur fyrir framan hann. Hann brosir himinlifandi framan í áhorfendur og stingur tveimur þumalputtum upp í loftið til að leggja blessun sína yfir ástandið. Veggspjald þetta var seinna tekið niður af veggjum skólans fyrir tilstilli skólastjórnar en ekki var þó komið í veg fyrir að það læki á netið. Þessi tvö fyrrnefndu dæmi eru vissulega ekki glæpir í bókstaflegum skilningi heldur einfaldlega illa heppnaðir brandarar. En fyrst að svona húmor nær að ganga jafn langt og raun ber vitni, án þess að nokkur viðkomandi aðila hugsi tvisvar um hin raunverulegu skilaboð sem hann sendir, þá hlýtur einfaldlega að liggja ákveðið hugarfarslegt vandamál á bak við. Vandamál sem er nátengt þeim atriðum sem ég minntist á hér áðan. Það sem mér þykir hvað dapurlegast við þessi mál er hve fátt ungt fólk virðist reiðubúið eða yfirhöfuð fært um að líta á hluti eins og þessa „brandara“ og spyrja sig hvaðan þeir raunverulega spretta og hvað þeir raunverulega segja okkur. Spyrja sig af hverju lítillækkun og kvenfyrirlitning þyki sjálfsagður húmor, af hverju gerðar séu hærri útlitslegar kröfur til ungrar konu en karlmanns og af hverju sú hin sama sætir meiri þrýstingi um að gefa eftir í kynlífi burtséð frá hennar eigin vilja. Mér finnst ég þekkja allt of margt gott, ungt fólk sem er ekki reiðubúið til þess að gagnrýna þetta hugarfar. Því ætla ég að beina eftirfarandi spurningu til ungs fólks almennt; haldið þið virkilega að það sé ekkert bogið við þetta? Ég er sannfærður um að svo sé og geri þá einföldu kröfu að fá að búa í samfélagi þar sem fólki eru veitt jöfn tækifæri, laun og virðing óháð kyni, annað get ég einfaldlega ekki sætt mig við. Ég vil samfélag án kvenfyrirlitningar, karlrembu, kynbundinna staðalímynda, kynferðisafbrota, útlitsdýrkunar og misréttis. Ég vil jafnrétti. Hvað með þig?
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar