Hvað eruð þið að pæla? Kristín Guðmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Þegar fatlaður sonur minn var 10 ára tjáði kona mér sem var að sjá hann í fyrsta sinn hversu sniðugt það væri að blanda saman fötluðum og ófötluðum saman í bekk. Þar sem mér hafði aldrei dottið í hug að sonur minn færi í almennan bekk vildi ég fá rök fyrir þessu. Rökin voru þau að þá myndu fatlaðir kynnast ófötluðum og öfugt. Hélt konan virkilega að bara vegna þess að sonur minn væri fatlaður þá væri öll fjölskyldan og vinir það líka? Hélt hún virkilega að hann kynntist engum ófötluðum einstaklingum? Eða átti hann bara að vera til sýnis fyrir þá ófötluðu? Þvílík fásinna fannst mér og drengurinn minn lauk sínu grunnskólanámi í sínum sérskóla, glaður og ánægður. Ég hafði þó fylgst með börnum koma inn í bekkinn hans eftir almenna skólagöngu, sjá þau niðurlút og beygð eftir erfiðleika í skólanum sínum. Ég sá þau líka rétta úr bakinu, brosa og fá trú á sjálfum sér eftir að fá loksins kennslu við sitt hæfi í sérskóla og félagsskap við jafningja. Nú ber svo við að það sem mér fannst fásinna er orðið að veruleika. Þessi fásinna, sem er í raun fáviska, er stefna yfirvalda undir heitinu: Skóli án aðgreiningar. Fyrir hvern eða hverja er þessi stefna og hversu langt má hún ganga? Er það virkilega leyfilegt í íslensku samfélagi að beita fötluðum börnum í pólitík? Já, pólitík, því ekki fjallar þessi stefna um börnin. Er það í lagi að láta barn þjást alla sína skólagöngu í skjóli þessarar stefnu? Er það virkilega í lagi að neita barni um góða æsku í nafni pólitískrar stefnu? Fyrir hvern er þessi stefna? Metnaður foreldra gagnvart börnunum sínum er yfirleitt mikill. Ekkert foreldri sem heldur á nýfæddu barni sínu hlakkar til að sækja um sérskólagöngu fyrir það. Hins vegar eru það foreldrarnir sem vita hvað er barninu fyrir bestu og það er erfitt að horfast í augu við það að þurfa að sækja um sérskóla fyrir barnið sitt. En í sérskóla lærir barnið það sem það getur lært og hæfileikar þess koma í ljós. Barnið er á meðal jafningja en ekki alltaf undir. Á ekki að búa ÖLL börn sem best undir lífið? Pólitíkusar neita að vakna og viðurkenna að þessi stefna virkar ekki. Pólitíkusar leyfa sér að láta börn þjást. Pólitíkusum virðist vera sama um börnin. Því spyr ég þjóðina: Ætlum við virkilega að leyfa pólitíkusum að koma svona fram við börnin okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Þegar fatlaður sonur minn var 10 ára tjáði kona mér sem var að sjá hann í fyrsta sinn hversu sniðugt það væri að blanda saman fötluðum og ófötluðum saman í bekk. Þar sem mér hafði aldrei dottið í hug að sonur minn færi í almennan bekk vildi ég fá rök fyrir þessu. Rökin voru þau að þá myndu fatlaðir kynnast ófötluðum og öfugt. Hélt konan virkilega að bara vegna þess að sonur minn væri fatlaður þá væri öll fjölskyldan og vinir það líka? Hélt hún virkilega að hann kynntist engum ófötluðum einstaklingum? Eða átti hann bara að vera til sýnis fyrir þá ófötluðu? Þvílík fásinna fannst mér og drengurinn minn lauk sínu grunnskólanámi í sínum sérskóla, glaður og ánægður. Ég hafði þó fylgst með börnum koma inn í bekkinn hans eftir almenna skólagöngu, sjá þau niðurlút og beygð eftir erfiðleika í skólanum sínum. Ég sá þau líka rétta úr bakinu, brosa og fá trú á sjálfum sér eftir að fá loksins kennslu við sitt hæfi í sérskóla og félagsskap við jafningja. Nú ber svo við að það sem mér fannst fásinna er orðið að veruleika. Þessi fásinna, sem er í raun fáviska, er stefna yfirvalda undir heitinu: Skóli án aðgreiningar. Fyrir hvern eða hverja er þessi stefna og hversu langt má hún ganga? Er það virkilega leyfilegt í íslensku samfélagi að beita fötluðum börnum í pólitík? Já, pólitík, því ekki fjallar þessi stefna um börnin. Er það í lagi að láta barn þjást alla sína skólagöngu í skjóli þessarar stefnu? Er það virkilega í lagi að neita barni um góða æsku í nafni pólitískrar stefnu? Fyrir hvern er þessi stefna? Metnaður foreldra gagnvart börnunum sínum er yfirleitt mikill. Ekkert foreldri sem heldur á nýfæddu barni sínu hlakkar til að sækja um sérskólagöngu fyrir það. Hins vegar eru það foreldrarnir sem vita hvað er barninu fyrir bestu og það er erfitt að horfast í augu við það að þurfa að sækja um sérskóla fyrir barnið sitt. En í sérskóla lærir barnið það sem það getur lært og hæfileikar þess koma í ljós. Barnið er á meðal jafningja en ekki alltaf undir. Á ekki að búa ÖLL börn sem best undir lífið? Pólitíkusar neita að vakna og viðurkenna að þessi stefna virkar ekki. Pólitíkusar leyfa sér að láta börn þjást. Pólitíkusum virðist vera sama um börnin. Því spyr ég þjóðina: Ætlum við virkilega að leyfa pólitíkusum að koma svona fram við börnin okkar?
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun