Handbolti

Tíu sigrar í röð hjá toppliði Löwen

Guðmundur fagnar ógurlega á bekknum í kvöld.
Guðmundur fagnar ógurlega á bekknum í kvöld.
Það er ekkert lát á velgengni lærisveina Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þeir sóttu sterkt lið Hamburg heim í kvöld og unnu öruggan sigur, 23-30.

Þetta var tíundi sigur Löwen í röð í deildinni og liðið því enn á toppnum með fullt hús stiga.

Löwen var sterkara liðið allan leikinn og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 10-14.

Alexander Petersson átti magnaðan leik í liði Löwen og skoraði fimm mörk og var sterkur í vörninni sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×