Söngkonan Shakira er komin átta mánuði á leið en nennir aldeilis ekki að liggja heima og hvíla sig. Hún fór í heljarinnar langa verslunarferð í Barcelona fyrir jólin og fann nokkrar jólagjafir.
Shakira var algjörlega ómáluð og íðilfögur. Hún skildi þægilegu skóna eftir heima og spókaði sig um í himinháum hælum.
Takið eftir skónum.Shakira og maki hennar, fótboltamaðurinn Gerard Piqué, hafa gefið það upp að þau eigi von á dreng. Þau hafa ekki ákveðið nafnið á litla snáðann.