Brotin fjölskylda eða betra líf? Guðrún Karlsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar einhvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi parsins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda foreldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafnlega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfirleitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brotinni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og alltaf niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bakgrunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því framtíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heimili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að foreldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsynlegt er. Skilnaður þýðir ekki endalok heimsins. Skilnaður getur jafnvel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýraleg endalok, eigum að lifa hamingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjónabandið. Þegar svo er byggir ráðgjöfin að miklu leyti á því að leiðbeina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskilnað gengur að vinna úr tilfinningunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafnlega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvinamissis. Nú eru einhverjir söfnuðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinninga er tengjast hjónaskilnuðum. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðarkort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun