Lögregla í átökum við mótmælendur 11. febrúar 2012 05:00 Íbúar Grikklands eru ævareiðir vegna nýrra niðurskurðaráforma ofan á allan þann niðurskurð sem skert hefur lífsgæði almennings verulega. nordicphotos/AFP Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira