Lögregla í átökum við mótmælendur 11. febrúar 2012 05:00 Íbúar Grikklands eru ævareiðir vegna nýrra niðurskurðaráforma ofan á allan þann niðurskurð sem skert hefur lífsgæði almennings verulega. nordicphotos/AFP Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira