Lífið

Elíza með Stjörnuryk

Fyrsta lagið af næstu plötu Elízu Newman er komið út.
Fyrsta lagið af næstu plötu Elízu Newman er komið út.
Elíza Newman hefur gefið út lagið Stjörnuryk, sem er fyrsta lagið af þriðju sólóplötu hennar sem er í undirbúningi í London. Áætlað er að platan komi út í ágúst. Hún verður frábrugðin fyrri plötum Elízu því hún verður eingöngu á íslensku.

Stjörnuryk er upplífgandi popplag með jákvæðum boðskap sem ætti að höfða til flestra í sumarstuði. Það var samið af Elízu og var Gísli Kristjánsson upptökustjóri. Hann stjórnaði einnig upptökum á síðustu sólóplötu Elízu, Pie in the Sky. Lagið er fáanlegt á Tonlist.is og Gogoyoko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.