Lífið

Popptónlist og gleði

Hljómsveitirnar Retro Stefson og Jón Jónsson spila saman á Faktorý á laugardagskvöld. Slegið verður til veislu í hverjum mánuði á skemmtistaðnum þar sem Retro Stefson býður mismunandi listamönnum að spila með sér. Þema þessa fyrsta kvölds er dásemdir popptónlistarinnar og endalaus gleði.

Retro Stefson er á fullu við upptökur á nýrri plötu sem kemur út á Menningarnótt, 18. ágúst, á milli þess sem sveitin spilar á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu. Smáskífulagið Qween er nýkomið út á viníl ásamt endurhljóðblandaðri útgáfu Hermigervils af laginu. Jón Jónsson er að undirbúa nýja plötu sem kemur út í haust og verður hljómsveitin vafalítið í miklu stuði.

Forsala á tónleikana er hafin á Midi.is. Miðaverð er 1.500 kr. í forsölu og 2.000 kr. við dyrnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.