Lífið

Stökk á tækifærið - hannar fyrir ítalskt Streetwear-merki

Þorbjörn er ungur og efnilegur hönnuður sem lærði myndlist og fatahönnun. Hann er menntaður margmiðlunarfræðingur og er einnig sjálflærður tónlistarmaður. Hann stökk á tækifærið þegar það gafst.

Hvernig kom það til að þú fórst að vinna með Dojo Clothing?

Samstafið byrjaði þannig að þeir Arash Haddadi og félagar voru í leit að tónlist fyrir auglýsingar og höfðu samband við mig. Þeir sáu að ég var á fullu við að hanna og framleiða auglýsingar, fatnað, tónlist og fleira sem því tengist og vildu endilega fá mig til að hanna þessa sumarlínu með sér fyrir vor/sumar 2012. Ég hef einnig unnið að vetrarlínunni svo samstarfið heldur því eitthvað áfram.

Hvað er Dojo Clothing?

Dojo Clothing er ítalskt streetwear-merki sem er í eigu Arash Haddadis og hefur verið starfandi í tæplega fimm ár. Orðið Dojo er oftast notað í tengslum við bardagaíþróttir og eigendur fyrirtækisins eru miklir aðdáendur Bruce Lee og fannst þeim því nafnið Dojo henta fyrirtækinu sínu vel.

Þú ert líka í hljómsveitinni Úlfur Úlfur, segðu okkur aðeins frá henni? Við gáfum út breiðskífu í desember 2011 og höfum verið að spila mikið og kynna plötuna sem fæst frítt á vefsíðunni okkar, www.ulfurulfur.com. Nýlega komum við okkar upp nýju hljóðveri og vinnuaðstöðu og erum á fullu að vinna nýja tónlist og ýmist efni tengt því.

Verðið þið eitthvað að spila í sumar? Já, við verðum að spila í Amsterdam, á Bestu útihátíðinni, Þjóðhátíð í Eyjum, Ljósanótt og Airwaves. Þess á milli verðum við að spila um allt land. Hægt er að fylgjast með okkur á Facebook.com/ulfurulfur.

Hægt er að skoða efni frá Þorbirni á vefslóðinni www.thorbjorneinar.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.