Þetta er lífsstíll sem ég hef valið mér 8. júní 2012 16:30 Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, heimsbikarmeistari í Bikini Fitness. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir náði þeim frábæra árangri að verða heimsbikarmeistari í Bikini Fitness í sínum flokki á stórmóti sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum. Mótið ber titilinn IFBB Childrens European Championship and Bikini World Cup. Aðalheiður á stuttan en glæsilegan feril að baki. Hún ræddi við Lífið um kosti og galla íþróttarinnar, umtalið um öfgarnar og árangurinn. Heimsbikarmeistari í Bikini Fitness? Hvaða merkingu hefur það fyrir þig? Úff, þar sem ég er enn á bleiku skýi í sigurvímu hér úti í Búdapest þá hef ég ekki komist í það að hugsa svo langt, en ég trúi því að þetta muni hafi góð áhrif á áframhaldandi feril minn í sportinu. Hvernig var tilfinningin að vinna mót af þessari stærðargráðu? Hún var ólýsanleg og ég er enn að segja sjálfri mér það að ég hafi unnið. Ég fylltist miklu þjóðarstolti þegar úrslitin voru tilkynnt og íslenski þjóðsöngurinn var spilaður og allir stóðu upp, þá fór óneitanlega svolítill fiðringur um mig. Hvernig hefur dvölin í Búdapest í Ungverjalandi verið? Dvölin hér hefur verið ekkert nema æðisleg, þegar ég kom var ég sótt út á völl af tveimur IFBB-dómurum og vel hugsað um mig á fínu hóteli með öllu. Núna er ég svo aðeins að njóta lífsins með kærastanum mínum eftir langt keppnistímabil. Hann kom hingað með mér sem aðstoðarmaður. Við erum búin að ferðast hér um alla Búdapest og skoða þessa sögulegu borg. Hvenær byrjaði áhugi þinn á líkamsrækt? Ég hef alla tíð verið í einhverjum íþróttum. Ég stundaði ballett og djassballett í tólf ár, einnig var ég í frjálsum íþróttum með því. Ég keypti mér svo fyrst kort í World Class þegar ég var sextán ára og hef æft þar síðan. Ég lyfti alltaf bara of létt þangað til ég kynntist kærastanum mínum fyrir fimm árum. Þá fóru hann og bróðir hans Magnús Samúelsson sem er margfaldur meistari hér heima og erlendis í vaxtarrækt, að kenna mér að lyfta fyrir alvöru og ég smitaðist af sportinu svo um munaði. Ertu með þjálfara? Ég er sjálf einkaþjálfari, en finnst betra að hafa einhvern sem ýtir mér áfram og styður við bakið á mér fyrir mót. Ég hef því verið hjá Konráð Val Gíslasyni síðustu þrjú árin en hann á stóran þátt í öllum mínum árangri enda fer ég eftir öllu sem hann segir. Hann er án efa einn besti fitness-þjálfari sem við eigum á íslandi. Hvenær ákvaðstu að keppa í fyrsta sinn og á hvaða móti var það? Ég ákvað fyrst að keppa eftir að ég horfði á Bikarmótið árið 2008 og hugsaði þá að þetta væri kannski eitthvað fyrir mig. Og þegar ég bít eitthvað í mig þá geri ég það 100% og fer með það alla leið. Ári seinna keppti ég á Bikarmótinu og hafnaði í þriðja sæti. Varð ekki aftur snúið eftir það? Tilfinningin að fá verðlaun á fyrsta mótinu var bara svo góð að ég ákvað að gera enn betur og laga það sem ég gat bætt. Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá muninn á sér á milli móta og finna það á hverju móti að ég er hvergi nærri hætt og það er alltaf hægt að gera betur. Geturðu lýst síðustu dögum fyrir mót? Þeir geta verið erfiðir, þetta tekur gríðarlega á líkamlega og andlega. Líkaminn er svo fullkominn að hann venst þessu ástandi alltaf betur með hverju móti. Svo þegar nær dregur eða svona síðustu tvær vikurnar fyrir mót hjá mér allavega þá finnst mér alltaf svo stutt eftir að þetta verður aftur auðvelt. En svo fylgir þessu líka að fara í alls kyns bjútímeðferðir síðustu dagana því þetta er jú smá fegurðarsamkeppni líka; hár, neglur, ég hugsa vel um húðina og fer í Ultratone í Laugum Spa. Fer einnig líka reglulega í íþróttanudd – einu sinnu í viku allavega síðustu vikurnar – hjá Einari Carli Axelssyni. Hver er munurinn á bikiní-fitness og módel-fitness? Bikiní-fitness og módel-fitness eru það sama. En ég held að Íslendingar séu eina þjóðin sem kallar þetta módel-fitness og er óhætt að segja að keppnin sé tískulota á Íslandi. Þá koma stelpurnar fram í íþróttafatnaði og sýna á sviði, og er hugsunin sú að sjá hvort það sé hægt að nota þær í auglýsingar. En annars staðar í heiminum er þetta bara kallað bikiní-fitness og þá er bara komið fram í einni lotu eða í bikiníi. (Sundbolir eru alveg dottnir út alls staðar). Stöðurnar eða pósurnar eru frekar frjálsar í bikiní-fitness. Svo er body-fitness eða figure-fitness-flokkurinn fyrir ofan okkur. Þar eru þær með meiri vöðvamassa, skurð og aðrar pósur. Nú hafa háværar raddir verið uppi um öfgar þessarar íþróttar og að þær séu ekki hollar líkamanum. Hvaða skoðun hefur þú á því? Ég held að það geti verið öfgar í öllu sporti, sama hvert það er. Mér finnst alltof margar stelpur fara út í það að keppa og vita ekki alveg hvað þessu fylgir – bæði er fyrirvarinn alltof stuttur grunnurinn enginn. Svo fara þær að æfa sex til tólf sinnum í viku eða oftar eins og atvinnumenn, skilja svo ekkert í því að þær bæta á sig því þær fara bara í gömlu rútínuna sína strax aftur. Þetta er engan veginn búið eftir mót. Það er ekki hægt að leggjast í leti og sætindi. Til að gera þetta rétt þarf að trappa líkamann aftur upp hægt og rólega. Þetta er meira lífsstíll sem ég hef valið mér að lifa eftir en ekki bara tímabil sem ég vil vera flott á í einn dag. Hvernig líður þér bæði andlega og líkamlega eftir mót – kemur niðursveifla eins og oft er talað um? Já, ég vil alveg að fólk viti það að þetta er alls ekki fyrir alla, það koma sveiflur eftir mót, en ég er auðvitað búin að læra á mig og veit að þetta er bara í hausnum á mér og er hætt að pæla í því. Ég reyni bara að undirbúa hugann þeim mun betur áður en það gerist. Og er ég það dugleg að halda mér í formi allt árið og búin að gera þetta að lífsstíl svo það er miklu minni sveifla núna en áður. En fólk verður að átta sig á því að formið sem það sér á keppendum upp á sviði er ekki eðlilegt dagsform þar sem keppendur eru kannski ekki búnir að drekka neinn vökva þann dag og búnir að bera lit og olíu á sig til að ýkja allar línur og pumpa allt upp. Svo við erum ekki alveg svona alla daga. Hvernig hagar þú þér eftir mót, leyfirðu þér að borða allt sem þig langar í eða eru þetta lítil skref til eðlilegs lífs aftur? Ég hef alltaf fengið mér góða máltíð og nammi eftir mót, kannski líka smávegis daginn eftir. En ég reyni svo eftir það að fara aftur í sama fæði og ég var í meðan ég var í köttinu og trappa mig hægt upp og bæti inn stærri nammidögum til að byrja með. En ég verð svo að viðurkenna að ég er algjör matarsælkeri og elska að gera vel við mig með góðum mat og baka kökur. Hver eru næstu skref/markmið þín? Slaka vel á í sumar og þjálfa aðra kroppa. Svo ætla ég að sjálfsögðu að halda áfram að bæta mig og búa mig undir að gera betur næst en það er ekkert ákveðið hvar og hvenær það verður. Stundarðu nám eða vinnu samhliða íþróttinni eða er þetta full vinna? Ég vinn sem einkaþjálfari í World Class Laugum og er einnig með fjarþjálfun. Hefurðu góðan stuðning frá fjölskyldunni? Já, fjölskyldan mín styður mig 100% í öllu sem ég geri og er svo stolt af mér. Og kærastinn minn á heiðursverðlaun skilin fyrir þolinmæðina í kringum þetta allt saman. Nú hlýtur að vera kostnaðarsamt að taka þátt í mótum af þessum toga, gengur vel að afla styrkja? Já, þetta kostar allt sitt og er í raun mjög dýrt sport. En ég er komin með svo marga góða styrktaraðila núna að þetta er orðið mun auðveldara. Fæ öll mín fæðubótarefni frá Core.is/QNT í Skeifunni, fæ mat á Nings, fisk frá Hafinu fiskverslun, keppnislit fæ ég frá Jan tana Íslandi, ljósakort frá Stjörnusól, förðunarvörur frá Youngblood.is. Aðrir styrktaraðilar eru svo Choke.is, Bíla- og réttingaverkstæði Auðuns og Cintamani. Hvaða ráð hefurðu handa ungum konum sem hafa áhuga á íþróttinni? Ég ráðlegg engum að keppa strax nema þær hafi ágætan íþróttagrunn að baki og gefi sér svo að minnsta kosti ár í að búa sig undir svona keppni. Þær gætu gert það á styttri tíma ef þær hafa verið að lyfta stíft áður, en þetta er meira fyrir þær sem eru búnar að vera í formi í einhvern tíma og hoppa ekki út í þetta nema vita hvað tekur við eftir keppni. Það er líka mjög óhollt að rokka hratt upp og niður með fituprósentuna. Þetta getur allt verið skemmtilegt ef rétt er farið að en einnig mjög erfitt og þá sérstaklega andlega fyrir marga. Og enginn ætti að fara út í þetta nema með þjálfara. Eitthvað að lokum? Það sem ég hef verið að stimpla inn í mig seinustu ár er að „believe" – trúa á sjálfa mig! Bættur lífsstíll – betri líðan. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir náði þeim frábæra árangri að verða heimsbikarmeistari í Bikini Fitness í sínum flokki á stórmóti sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum. Mótið ber titilinn IFBB Childrens European Championship and Bikini World Cup. Aðalheiður á stuttan en glæsilegan feril að baki. Hún ræddi við Lífið um kosti og galla íþróttarinnar, umtalið um öfgarnar og árangurinn. Heimsbikarmeistari í Bikini Fitness? Hvaða merkingu hefur það fyrir þig? Úff, þar sem ég er enn á bleiku skýi í sigurvímu hér úti í Búdapest þá hef ég ekki komist í það að hugsa svo langt, en ég trúi því að þetta muni hafi góð áhrif á áframhaldandi feril minn í sportinu. Hvernig var tilfinningin að vinna mót af þessari stærðargráðu? Hún var ólýsanleg og ég er enn að segja sjálfri mér það að ég hafi unnið. Ég fylltist miklu þjóðarstolti þegar úrslitin voru tilkynnt og íslenski þjóðsöngurinn var spilaður og allir stóðu upp, þá fór óneitanlega svolítill fiðringur um mig. Hvernig hefur dvölin í Búdapest í Ungverjalandi verið? Dvölin hér hefur verið ekkert nema æðisleg, þegar ég kom var ég sótt út á völl af tveimur IFBB-dómurum og vel hugsað um mig á fínu hóteli með öllu. Núna er ég svo aðeins að njóta lífsins með kærastanum mínum eftir langt keppnistímabil. Hann kom hingað með mér sem aðstoðarmaður. Við erum búin að ferðast hér um alla Búdapest og skoða þessa sögulegu borg. Hvenær byrjaði áhugi þinn á líkamsrækt? Ég hef alla tíð verið í einhverjum íþróttum. Ég stundaði ballett og djassballett í tólf ár, einnig var ég í frjálsum íþróttum með því. Ég keypti mér svo fyrst kort í World Class þegar ég var sextán ára og hef æft þar síðan. Ég lyfti alltaf bara of létt þangað til ég kynntist kærastanum mínum fyrir fimm árum. Þá fóru hann og bróðir hans Magnús Samúelsson sem er margfaldur meistari hér heima og erlendis í vaxtarrækt, að kenna mér að lyfta fyrir alvöru og ég smitaðist af sportinu svo um munaði. Ertu með þjálfara? Ég er sjálf einkaþjálfari, en finnst betra að hafa einhvern sem ýtir mér áfram og styður við bakið á mér fyrir mót. Ég hef því verið hjá Konráð Val Gíslasyni síðustu þrjú árin en hann á stóran þátt í öllum mínum árangri enda fer ég eftir öllu sem hann segir. Hann er án efa einn besti fitness-þjálfari sem við eigum á íslandi. Hvenær ákvaðstu að keppa í fyrsta sinn og á hvaða móti var það? Ég ákvað fyrst að keppa eftir að ég horfði á Bikarmótið árið 2008 og hugsaði þá að þetta væri kannski eitthvað fyrir mig. Og þegar ég bít eitthvað í mig þá geri ég það 100% og fer með það alla leið. Ári seinna keppti ég á Bikarmótinu og hafnaði í þriðja sæti. Varð ekki aftur snúið eftir það? Tilfinningin að fá verðlaun á fyrsta mótinu var bara svo góð að ég ákvað að gera enn betur og laga það sem ég gat bætt. Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá muninn á sér á milli móta og finna það á hverju móti að ég er hvergi nærri hætt og það er alltaf hægt að gera betur. Geturðu lýst síðustu dögum fyrir mót? Þeir geta verið erfiðir, þetta tekur gríðarlega á líkamlega og andlega. Líkaminn er svo fullkominn að hann venst þessu ástandi alltaf betur með hverju móti. Svo þegar nær dregur eða svona síðustu tvær vikurnar fyrir mót hjá mér allavega þá finnst mér alltaf svo stutt eftir að þetta verður aftur auðvelt. En svo fylgir þessu líka að fara í alls kyns bjútímeðferðir síðustu dagana því þetta er jú smá fegurðarsamkeppni líka; hár, neglur, ég hugsa vel um húðina og fer í Ultratone í Laugum Spa. Fer einnig líka reglulega í íþróttanudd – einu sinnu í viku allavega síðustu vikurnar – hjá Einari Carli Axelssyni. Hver er munurinn á bikiní-fitness og módel-fitness? Bikiní-fitness og módel-fitness eru það sama. En ég held að Íslendingar séu eina þjóðin sem kallar þetta módel-fitness og er óhætt að segja að keppnin sé tískulota á Íslandi. Þá koma stelpurnar fram í íþróttafatnaði og sýna á sviði, og er hugsunin sú að sjá hvort það sé hægt að nota þær í auglýsingar. En annars staðar í heiminum er þetta bara kallað bikiní-fitness og þá er bara komið fram í einni lotu eða í bikiníi. (Sundbolir eru alveg dottnir út alls staðar). Stöðurnar eða pósurnar eru frekar frjálsar í bikiní-fitness. Svo er body-fitness eða figure-fitness-flokkurinn fyrir ofan okkur. Þar eru þær með meiri vöðvamassa, skurð og aðrar pósur. Nú hafa háværar raddir verið uppi um öfgar þessarar íþróttar og að þær séu ekki hollar líkamanum. Hvaða skoðun hefur þú á því? Ég held að það geti verið öfgar í öllu sporti, sama hvert það er. Mér finnst alltof margar stelpur fara út í það að keppa og vita ekki alveg hvað þessu fylgir – bæði er fyrirvarinn alltof stuttur grunnurinn enginn. Svo fara þær að æfa sex til tólf sinnum í viku eða oftar eins og atvinnumenn, skilja svo ekkert í því að þær bæta á sig því þær fara bara í gömlu rútínuna sína strax aftur. Þetta er engan veginn búið eftir mót. Það er ekki hægt að leggjast í leti og sætindi. Til að gera þetta rétt þarf að trappa líkamann aftur upp hægt og rólega. Þetta er meira lífsstíll sem ég hef valið mér að lifa eftir en ekki bara tímabil sem ég vil vera flott á í einn dag. Hvernig líður þér bæði andlega og líkamlega eftir mót – kemur niðursveifla eins og oft er talað um? Já, ég vil alveg að fólk viti það að þetta er alls ekki fyrir alla, það koma sveiflur eftir mót, en ég er auðvitað búin að læra á mig og veit að þetta er bara í hausnum á mér og er hætt að pæla í því. Ég reyni bara að undirbúa hugann þeim mun betur áður en það gerist. Og er ég það dugleg að halda mér í formi allt árið og búin að gera þetta að lífsstíl svo það er miklu minni sveifla núna en áður. En fólk verður að átta sig á því að formið sem það sér á keppendum upp á sviði er ekki eðlilegt dagsform þar sem keppendur eru kannski ekki búnir að drekka neinn vökva þann dag og búnir að bera lit og olíu á sig til að ýkja allar línur og pumpa allt upp. Svo við erum ekki alveg svona alla daga. Hvernig hagar þú þér eftir mót, leyfirðu þér að borða allt sem þig langar í eða eru þetta lítil skref til eðlilegs lífs aftur? Ég hef alltaf fengið mér góða máltíð og nammi eftir mót, kannski líka smávegis daginn eftir. En ég reyni svo eftir það að fara aftur í sama fæði og ég var í meðan ég var í köttinu og trappa mig hægt upp og bæti inn stærri nammidögum til að byrja með. En ég verð svo að viðurkenna að ég er algjör matarsælkeri og elska að gera vel við mig með góðum mat og baka kökur. Hver eru næstu skref/markmið þín? Slaka vel á í sumar og þjálfa aðra kroppa. Svo ætla ég að sjálfsögðu að halda áfram að bæta mig og búa mig undir að gera betur næst en það er ekkert ákveðið hvar og hvenær það verður. Stundarðu nám eða vinnu samhliða íþróttinni eða er þetta full vinna? Ég vinn sem einkaþjálfari í World Class Laugum og er einnig með fjarþjálfun. Hefurðu góðan stuðning frá fjölskyldunni? Já, fjölskyldan mín styður mig 100% í öllu sem ég geri og er svo stolt af mér. Og kærastinn minn á heiðursverðlaun skilin fyrir þolinmæðina í kringum þetta allt saman. Nú hlýtur að vera kostnaðarsamt að taka þátt í mótum af þessum toga, gengur vel að afla styrkja? Já, þetta kostar allt sitt og er í raun mjög dýrt sport. En ég er komin með svo marga góða styrktaraðila núna að þetta er orðið mun auðveldara. Fæ öll mín fæðubótarefni frá Core.is/QNT í Skeifunni, fæ mat á Nings, fisk frá Hafinu fiskverslun, keppnislit fæ ég frá Jan tana Íslandi, ljósakort frá Stjörnusól, förðunarvörur frá Youngblood.is. Aðrir styrktaraðilar eru svo Choke.is, Bíla- og réttingaverkstæði Auðuns og Cintamani. Hvaða ráð hefurðu handa ungum konum sem hafa áhuga á íþróttinni? Ég ráðlegg engum að keppa strax nema þær hafi ágætan íþróttagrunn að baki og gefi sér svo að minnsta kosti ár í að búa sig undir svona keppni. Þær gætu gert það á styttri tíma ef þær hafa verið að lyfta stíft áður, en þetta er meira fyrir þær sem eru búnar að vera í formi í einhvern tíma og hoppa ekki út í þetta nema vita hvað tekur við eftir keppni. Það er líka mjög óhollt að rokka hratt upp og niður með fituprósentuna. Þetta getur allt verið skemmtilegt ef rétt er farið að en einnig mjög erfitt og þá sérstaklega andlega fyrir marga. Og enginn ætti að fara út í þetta nema með þjálfara. Eitthvað að lokum? Það sem ég hef verið að stimpla inn í mig seinustu ár er að „believe" – trúa á sjálfa mig! Bættur lífsstíll – betri líðan.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Sjá meira