Skotveiðifélag Íslands hefur farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum verði fjölgað nú í haust.
Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í í tvo til þrjá daga af þeim sjö, sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til, vegna óveðurs.
Nú eru aðeins tveir dagar eftir um næstu helgi, af þeim níu veiðidögum, sem heimilaðir voru í haust, en margir veiðimenn hafa ekki fengið neina rjúpu ennþá.
Óska eftir fleiri dögum til rjúpuveiða
