Innlent

Meirihlutinn í Garði riðar til falls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Garðinum.
Frá Garðinum.
Útlit er fyrir að meirhlutinn í sveitastjórninni í Garði sé við það að springa, segir Kolfinna Magnúsdóttir. „Það lítur út fyrir það," segir hún þegar Vísir spyr hana út í málið. Nýr meirihluti var stofnaður í vor eftir að upp úr þáverandi meirihlutasamstarfi slitnaði. Hún segir að Davíð Ásgeirsson, sjálfstæðismaður í minnihlutanum, hafi tilkynnt sér í morgun í símtali að hann hygðist ganga til liðs við minnihlutann.

„Ég get ekki séð betur en að þetta ál sem kom upp varðandi dóttur mína sé að sprengja kerfið innan frá," segir Kolfinna. Þar vísar hún til þess að hún hefur óskað eftir rannsókn á því hvers vegna dóttir hennar, sem býr á sambýli, var neydd til þess að fara í bað í öllum fötunum. Henni þykir sem harðræði hafi verið sýnt á heimilinu. Þetta er viðkvæmt mál til umfjöllunar, þar sem ég er að krefjast rannsóknar á okkar eigin stofnun," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×